Eiríksstaðir

May 25, 2022

Eiríksstaðir

Eiríksstaðir 
Það var virkilega gaman að koma að Eiríksstöðum í Haukadal,  Dalasýslu, skoða og hlusta á söguna um þá Eirík rauða og Leif heppna en þar var heimili þeirra fjærri mannabyggðum á öldum áður.


Leiðsögumenn taka á móti þér/ykkur í klæðum 10.aldar og fara með okkur í gegnum sögu bæjarins, þá sem þar bjuggu og því sem gerðist á landnámsöldinni. 

Þegar ég kom þarna þá var eingöngu 1 ferð eftir og var hún á ensku og þar sem ég skil hana ágætlega þá var það í fullkomnu lagi fyrir mig en í boði eru leiðsagnir á bæði íslensku og ensku sem mér finnst gott og nauðsynlegt fyrir fólk að vita. 

Við sátum þarna og hlustuðum á söguna um staðinn og fólkið sem bjó þarna, þeirra aðferðir og menningu, meira segja krakkarnir lögðu við hlustir spennt að heyra um hið forna og sjá með eigin augum hvernig þetta leit nú allt út hérna á árum áður en ég held að við getum með sanni sagt að þetta er ekki eitthvað sem við þekkjum í dag, ja nema sem sögur, þótt hugsanlega séu einhverjir sem búa við skerta þjónustu enn daginn í dag, þá í afskektum afdölum.

Á árum áður voru engir postulíns diskar, heldur útskorið tré, ull og annað sem fannst úti í náttúrinni.

Ég man þegar ég var að alast upp þá voru við oft að leika okkur af beinunum af sviðum og örugglega margir sem tengja við það.
     
Gamli tíminn og enn við lýði að einhverju leiti.

Í móttökunni er hægt að skoða og versla handverk ofl sem rekja má til sögunnar fyrir áhugasama, Föt, tré vörur, ullargarn, armbönd og lyklakippur með íslenskum rúnum ofl áhugavert. Virkilega fallegar gjafavörur.



Opið er hjá þeim frá 15.maí frá kl.13-16 og fram til lok september og er hægt að skoða frekari upplýsingar um Eiríksstaði á heimasíðu þeirra hérna

Eftir heimsóknina Eiríksstaði í Dölunum fór ég og fékk mér ís og osta á Erpsstöðum og heilsaði upp á dýrin þar líka, gaman að kíkja þar við og enda þar ferðina á þessum slóðum að þessu sinni, þar til næst þá kveð ég Haukadalinn.

Texti & myndir 
Ingunn Mjöll



Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

By Artos!
By Artos!

June 30, 2024

Premium Seasoning blends by Artos!
Eru frábær krydd sem koma úr höndum hans Helga B Helgasonar matreiðslumeistara en hann lærði á sínum tíma hjá honum Stefáni í Múlakaffi á árunum frá 1976-1980. 

Halda áfram að lesa

LovaIceland!
LovaIceland!

June 19, 2024 1 Athugasemd

LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland  var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að á virkilega góð meðmæli.

Halda áfram að lesa

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa