Kjúklingaleggir í raspi

May 18, 2020

Kjúklingaleggir í raspi

Kjúklingaleggir í raspi
Ég keypti þessa blöndu af raspi í búðinni Mini Market upp í Drafnarfelli 14 fyrir stuttu síðan og ákvað að prufa hana á kjúklingaleggjum sem var alveg æðislega gott, smá sterkt en ekkert svo og svo var ég með rótargrænmeti með og tvær gerðir af sósum sem ég útbjó reyndar úr pakkasósum en gerði þær að mínum með smá tvisti.
                       
Ég byrjaði á að setja beikon í sneiðum inn í ofn og grilla það þar.
Hrærði svo tveimur eggjum saman og velti kjúklinginum upp úr blöndunni og svo upp úr raspinu og setti í eldfast mót og inní ofn á 180°c í um 45.mínútur.
Þegar beikonið var orðið stökkt og fínt þá tók ég það út, setti á eldhúspappír á disk og lét það kólna.

Svo skar ég niður grænmetið
Sæta kartöflur
Rauðlauk
Sveppi 
Fetaost með olívum og sólþurrkuðum tómötum

Ég kryddaði það með smá pipar úr kvörn og saltflögum og hellti svo smá Fliippo Berio olívu olíu yfir og setti inn i ofn með álpappír ofan á. 



Kjúklingasósa
Sveppasósa

Ég bar svo kjúklinginn fram með meðlætinu og sósunum og stökku beikoninu.

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Kjúklingaréttir

Barbeque kjúklingaborgari
Barbeque kjúklingaborgari

March 05, 2024

Barbeque kjúklingaborgari
Afgangar er eitthvað sem ég elska að nýta og gera eitthvað gott úr og hérna var ég með afganga af kjúklingalæri sem ég steikti á pönnu og bar fram með steiktu eggi, spínati, agúrku, hamborgara sósu og barbeque sósu. Svakalega góðu.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt lasagne
Mexikóskt lasagne

February 19, 2024

Mexikóskt lasagne
Eitt það æðislegasta Mexíkóska lasagna sem ég hef gert og ég mæli 100% með.
Virkilega gaman þegar vel heppnast og tortillurnar voru mjög mjúkar og góðar á milli. 

Halda áfram að lesa

Kjúklingur í Bali sósu
Kjúklingur í Bali sósu

January 17, 2024

Kjúklingur í Bali sósu
Einstaklega góður réttur þar sem ég var með kjúklingalæri sem ég átti til en væri til íð að prufa næst með kjúklingabringum eða lundum. Afar bragðgóður og vel heppnaður sem dugði mér í 3 máltíðir og sú síðasta með smá tvisti.

Halda áfram að lesa