November 01, 2025
Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.
Það vildi þannig til að ég var með tvennskonar kjúklinga og átti afgang af þeim báðum og úr varð að ég skellti í eina af þessum áhugaverðu uppskriftum og hérna kemur hún og mín útfærsla í máli og myndum, ásamt ljúffengu meðlæti.
Ath. að þessi réttur er pínu sterkur en ekkert rosalega mikið.
Innihaldsefni:
500 gr kjúklingur
4 msk Yogurt (ég notaði grískt jógúrt)
2 tsk Chilli Powder
1 tsk Garam Masala Powder
1/2 tsk Javitri (Mace)(Muskat)
3 msk Corriander Leaves
1 tsk Ginger Garlic taste
Salt til að smakka með
Uppskriftabókin og kryddin góðu.
Brytjaður kjúklingur
Kryddið sett saman við
Marínerið kjúklinginn með öllum ofangreindum hráefnum og látið standa í klukkutíma eða lengur.
Bakið í ofni þar til hann er eldaður í gegn í ca.40 mínútur en styttri tíma ef kjúklingurinn er eldaður.
Þar sem ég átti ekki til kasjúhnetuduft að þessu sinni þá muldi ég niður kasjúhnetur og skellti á pönnuna í olíuna fyrst.
1 dós Soðnir tómatar (400-500 gr)
4 msk kasjúhnetuduft
2-3 msk smjör
2 msk Kasuri Methif(fersk fenugreek lauf)
1 tsk Chilli Powder
Salt til smakka til með
Sósunni bætt saman við kjúklinginn...
Maukið soðna tómatana og geymið til hliðar. Bræðið smjör á djúpri pönnu. Bætið kasjúhnetudufti út í og steikið þar til það er ljósbrúnt. Bætið nú chilidufti út í og eldið í um 2 mínútur og bætið síðan eldaða kjúklingnum út í. Bætið Kasuri Methi (steiktu og maukuðu) og ferskum rjóma út í smátt. Skreytið með kóríanderlaufum.
Með þessum rétti var ég með hrísgrjón sem ég setti í fallega kúlu og ferskt salat
Skreytt með kóríander og Grísku jógúrti
Restina af réttinum setti ég svo í vefjur (Tortillur) og bætti á þær osti og Doritos, pakkaði þeim inn í álpappír og svo í frystinn, vel merktar með dagsetningu og innihaldi.
Setjið slatta af fyllingunni ofan á vefjuna, ásamt mosarella eða pizzaosti, ásamt Doritos eða Nachos.
Ég nota bæði stórar vefjur, þessar 6 í pakka og svo minnstu, 8 í pakka
Pakkið þessu svo inn eins og sjá má á mynd eða rúllið upp 
Skellið hverri og einni í álpappír og setjið þær svo í frystipoka og merkið með dagsetningu og innihaldi.
Hérna fyrir neðan eru smávegis upplýsingar um sum kryddanna sem vöktu heldur betur athygli mína og ég hef ekki svo mikið verið að nota, né þekkt til, þótt önnur þeirra séu meira notuð.
Javitri (mace): Fjölhæft krydd fyrir matargerð
Javitri er indverska heitið á mace, kryddi sem er búið til úr þurrkuðu, blúndukenndu ytra byrði múskatfræsins. Það hefur hlýjan, örlítið sætan og piparkenndan keim, svipaðan en fínlegri en múskat, og er notað í bæði sæta og bragðmikla rétti, sérstaklega í indverskri matargerð. Javitri er einnig metið mikils í hefðbundinni læknisfræði fyrir hugsanlega meltingar-, bólgueyðandi og andoxunaráhrif.
Kasuri methi eru fersk fenugreek lauf sem hafa verið þurrkuð til að lengja geymsluþol þeirra og auka bragðið. Laufin eru upprunnin af fenugreek plöntunni (Trigonella foenum-graecum), jurt með langa sögu í matargerð og lækningaskyni.
Kasjúhnetudufti, eins og venjulegar kasjúhnetur, er ríkt af fitu, sem gerir það að hollum valkosti við hnetusmjör. Að auki er kasjúhnetudufti frábært hráefni og getur komið í stað möndlumjöls því kasjúhnetumjöl hefur ljúffengt, feitt bragð og hefur ekki beiskt bragð eins og möndlumjöl.
Til hvers er kasjúhnetudufti notað?
Krem og sósur. Þykkið hvaða sæta eða bragðmikla sósu sem er með kasjúhnetudufti á sama hátt og þið mynduð nota venjulegt hveiti. Þið getið líka búið til sósur úr hnetudufti fyrir fjölbreyttan matargerð, sem gerir þykkar og rjómalöguðar sósur sem eru langt betri en aðrar tegundir af sósum.
Leyndarmálið að góðri engifer- og hvítlauksmauku er í réttu hlutfalli! Notið alltaf 60% hvítlauk og 40% engifer og bætið við smá salti og hvítu ediki til að stjórna örveruvirkni ef þið viljið geyma það lengur. Skoðið því hvernig á að búa til engifer- og hvítlauksmauk og varðveita bragðið og ilminn líka!
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 27, 2025
Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.
March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
January 19, 2025