May 18, 2020
Sveppasósa
Sveppasósur eru svo misjafnar eins og þær eru margar.
Þessi sósa er gerð í grunninn úr pakkasósu frá Toro, uppbökuð með smátt skornum sveppum sem gerir hana bara nokkuð ljúffenga.
1.pk Sveppasósa frá Toro
Smjör/smjörlíki
Mjólk
Sveppir
Kjötkraftur
Bræðið smjörið/smjörlíkið og hellið duftinu út í og bakið upp með mjólk þar til sósan er létt og ljúf, passið að hún verði ekki of þunn.. Smátt skerið sveppina og hellið þeim út í sósuna og látið hana malla í ca.10-15 mín á vægum hita, hrærið í henni reglulega.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 27, 2024
April 26, 2024
June 16, 2023