March 25, 2025
Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.
Sú fyrsta var kjúklingur, franskar og kokteilsósa, engin mynd.
Dagur 2
Kjúklingur í Butter chicken sósu frá Patak's
Afgangur af kjúkling rifinn niður. Butter chicken sósan sett í pott, gott er að setja smá af mjólk í botninn á krukkunni, hrista vel og bæta saman við. Hrærið vel sama og hitið upp sósuna. Bætið rifna kjúklinginum saman við og látið malla í smá stund.
Setjið 1 poka af hrísgrjónum í pott og sjóðið. Bætið saman við 1.tsk af Túrmerik til að fá gula litinn og bragðið. Setjið réttinn í skál og útbúið kúlu úr hrísgrjónunum í miðjuna og berið fram með volgu Naan brauði. Ég skreytti réttinn með ristuðum kókosflögum.
Dagur 3
Afgangurinn af kjúklingaréttinum og hrísgrjónunum hitað upp saman, sett í tartalettur, eins margar og afgangur er fyrir, ost yfir og inn í ofn þar til osturinn er bráðinn.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 19, 2025
November 27, 2024
October 17, 2024