Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!

October 27, 2025

Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!

Kjúklingaleggir í pasta-rjómasósu!
Hérna er á ferðinni einn afar einfaldur og góður kjúklingaréttur þar sem ég nota kjúklingaleggi en hæglega er hægt að vera með aðra kjúklingabita í honum, allt eftir smekk. Örfá hráefni og hæglega hægt að skipta út sósunni t.d. fyrir aðra sambærilega sem þið eigið hugsanlega til í skúffunni ykkar.

Þetta er svona réttur, hvað er til í ísskápnum/frystinum/skúffunni...



1 peli af kókosrjóma
1/2 krukka af pastasósunni
1/2-1 paprika, niðurskorin
2 tómatar, skornir niður
1 epli, skorið í bita

Hrærið saman kókosrjómanum og pastasósunni

Kryddið kjúklinginn eftir ykkar smekk, ég notaði þarna kjúklingakryddið frá Mabrúka

Bætið paprikunni og tómötunum við eða öðru meðlæti að ykkar vali, hvað er til í ykkar ísskáp.


Hellið svo blöndunni yfir kjúklinginn



Raðið því næst eplabitunum ofan á og setjið inn í ofn á 180°c í um 30-40 mínútur

Skreytið að vild


Með réttinum var ég með franskar kartöflur sem ég setti í Air-fryer, ferskt salat, toppað með fetaosti og sinnepssósu.



Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjúklingaréttir

Butter Chicken!
Butter Chicken!

November 01, 2025

Butter Chicken!
Ég fékk smá glaðning frá ferðaskrifstofunni Fiðrildi.is sem hún Ásdís Guðmundsdóttir á og rekur, sem var skemmtileg uppskrifta bók frá Indlandi og vel valin krydd frá samstarfsaðila þeirra úti, henni Jenny D'Souza.

Halda áfram að lesa

Einfaldur Butter chicken!
Einfaldur Butter chicken!

March 25, 2025

Einfaldur Butter chicken!
Oftar en ekki þegar ég kaupi mér tilbúin kjúkling, heilan eða hálfan þá verður úr honum margar máltíðir fyrir einn. Ég ætla að deila þeim hérna með ykkur. Þetta var háflur kjúklingur og úr honum urðu 3 mismunandi máltíðir.

Halda áfram að lesa

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Rjómalagaður spínatkjúkkingur!

January 19, 2025

Rjómalagaður spínatkjúkkingur!
Dásamlega ljúffengur kjúklingaréttur sem ég útbjó og bar fram með krydduðum hrísgrjónum. Í þessum rétti notaði ég hin æðislegu krydd frá Mabrúka og sleppti þar að leiðandi þeim kryddum sem hérna eru uppgefin svo ég læt fylgja með hvað ég notaði í hvað.

Halda áfram að lesa