Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt.

Ég smellti mér í Kjöthöllina og verslaði mér nokkrar tegundir af kjöti og þar á meðal sneið af þessu sælkerakjöti og eldaði í mitt fyrsta skipti og alls ekki það síðasta því rétturinn var alveg meiriháttar og með þessu bjó ég til Risotto og bar fram með fersku salati. Ég mæli 100% með þessum sælkerarétti.

Þetta er svolítið tímafrekur réttur en meira en vel þess virði.

1 sneið af Osso Buco á mann
2 skalottulaukar, saxaðir
2 stönglar sellerí, saxaðir í teninga
2 gulrætur, saxaðar í teninga
5 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 greinar timjan, 2 greinar rósmarín, 2 lárviðarlaus bundin saman í kryddvönd.
1 dós heilir tómatar frá Heinz
5 dl kjúklingasoð
1 dl hvítvín


Steikið Osso Buco á pönnu upp úr olíu og lokið steikinni, saltið og piprið.

Osso Buco er best að elda í stórum og traustum potti, helst úr pottjárni. Ég þarf að fjárfesta mér í einum slíkum fljótlega en í staðinn þá notaði ég Tagini pottinn minn sem hentaði ágætlega fyrir einn.

Hitið 1-2 matskeiðar af ólífuolíu í pottinum og steikið kjötsneiðarnar 3 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið. Takið kjötið uppúr og geymið. Steikið skalottulauk, sellerí, gulrætur og hvítlauk í um 5 mínútur í pottinum. Bætið þá við tómötunum og sjóðið í 3 mínútur. Hrærið reglulega. Bætið nú við hvítvíni, 3 dl af kjúklingasoðinu og kryddvendinum og loks kjötsneiðunum. Látið malla í 10 mínútur.

Setjið lokið á pottinn og setjið inn í 200 gráðu heitan ofn. Eldið þar í um 2 klukkustundir. Snúið kjötbitunum við í pottinum einu sinni til tvisvar á þeim tíma og bætið við kjúklingasoði eftir þörfum. Soðið á að þekja kjötið að um þremur fjórðu allan tímann.

Að tveimur klukkutímum liðnum er kjötið orðið meyrt og fínt og liggur í mögnuðu, bragðmiklu soði. Takið kryddvöndinn upp úr. Setjið kjötbitana á disk og hellið soðinu og grænmetinu yfir.

Besta meðlætið með Osso Buco er Risotto Milanese og Gremolata.  


Gremolata

Uppskriftin að risotto-inu er hér en Gremolata gerum við með því að blanda saman 4 msk af fínt saxaðri flatlaufa steinselju, rifnum berki af einni sítrónu og 2 rifnum hvítlauksgeirum. Blandið saman í skál, saltið og piprið.

Osso Buco þarf kröftugt rauðvín með og þau norður-ítölsku eru góður valkostur. Mitt uppáhalds rauðvín er Tommasí en þar er úrvalið alveg einstaklega gott og er frá Ítalíu. 

Osso buco eins og það ger­ist best

Hérna er önnur uppskrift, svipuð en samt öðruvísi, gott að hafa smá val.

Osso buco er hinn full­komni haustrétt­ur enda hlýj­ar hann inn að beini og bragðast hreint dá­sam­lega. Þessi dýr­ind­is upp­skrift kem­ur úr eld­húsi Grazie Tratt­oria á Hverf­is­göt­unni þar sem ít­ölsk mat­ar­gerð er í há­veg­um höfð.

Fyr­ir 8

2 stór­ar gul­ræt­ur
1 sell­e­rí­stöng­ull
2 hvít­ir lauk­ar
4 lár­viðarlauf
ferskt rós­marín og sal­vía ca 4-6 grein­ar af hvoru
100 ml rauðvín
100 ml hvít­vín
100 ml vatn
300 g passata (ít­ölsk tóm­atsósa)
8 stk osso buco
hveiti
100 ml ólífu­olía
salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið nautaskank­ana í eld­fast mót eða ofnskúffu og kryddið með salti og pip­ar, látið liggja í ca 5 mín­út­ur.
  2. Skerið græn­metið í miðlungs­bita.
  3. Veltið naut­inu up­p­úr hveiti og steikið vel á pönnu báðum meg­in.
  4. Setjið græn­metið í ofnskúffu eða eld­fast mót ásamt lár­viðarlauf­inu, kryd­d­jurt­un­um, vatni, víni og passata og blandið vel sam­an. Setjið því næst nautið sam­an við og blandið því sam­an.
  5. Hyljið með álp­app­ír og setjið í ofn­inn við 150°C í 2 klst. og 20 mín.
  6. Gott að láta kjötið hvíla í 10-15 mín­út­ur fyr­ir fram­reiðslu. Góð kart­öflumús eða po­lenta stein­ligg­ur með.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa

Lambahryggur hálfur
Lambahryggur hálfur

October 20, 2024

Lambahryggur hálfur
Um jólin var ég með lítin lambahrygg með öllu tilheyrandi, sósu, rjómasalati og sykurbrúnuðum kartöflum og sveppa rjómasósu. Ekki seinna að vænna að deila henni með ykkur svona áður en næstu jól hringja inn.

Halda áfram að lesa