Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Ég reyndar bý svo vel núna að því að eiga tvo Air fryer-a og í annan þeirra set ég franskarnar þegar helmingur tímans á kjötinu er liðinn. Ég nota franska kartöflu stillinguna en hún er reyndar ekki á þeim öllum og þá verður eiginlega hver og einn að finna út sinn tíma miðað við hvernig kartöflur notaðar eru því þær eru misstórar. Þessar þrufa ca.10-12/14 mínútur.

Með þessu bar ég fram kalda bearnis sósu og Grænkál með tómötum og fetaosti.


Mín ábending til ykkar er: Taka lambakjötið út 3-5 dögum áður úr frysti til að það verða extra meyrt og gott. Daginn áður en ég ætla að nota það þá krydda ég það og í þetta sinn þá kryddaði ég með þessu dásamlega góða og ferska kryddi frá Marbrúka.



Ég skar lærisneiðina í sneiðar og bar fram með frönsku, kaldri sósu og salati.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa