October 28, 2024
Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.
400-500 gr nautahakk
3-4 msk Sinnep Svövu Sterkt/sætt
6-7 Ritz kex kökur, myljið þær vel niður
2 msk af Beikonkurli
1 dl heilhveiti
Kryddið eftir smekk, ég notaði Spænskt Papriku S.P.G. frá By Artos
1 egg
1/2 piparost
Blandið þessu öllu vel saman og útbúið einsskonar buff. Ég fékk 10.stk úr mínum skammti. 
Steikið þær á pönnu upp úr smjörlíki eða olíu og kryddið lítilega eftir smekk. Snúið þeim við og lækkið niður í hitanum og látið malla í um 25-30 mínútur.
Berið fram með soðnum kartöflum, fersku salati, ljúffengri sósu, ég var með að þessu sinni Villisósu frá Toro sem passaði mjög vel með og Sinnepi Svövu.

Íssalat frá Lambhaga, tómatar, agúrka, paprika og radísur, til hliðar við er ég nánast alltaf með fetaost sem hver og einn getur sett út á fyrir sig.
Njótið vel og deilið að vild!


Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 25, 2025
Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur.
October 25, 2025
Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.