Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 4 stk. lambaskankar
 3-4 msk. ólífuolía
 3 rauðlaukar
 2 rósmaríngreinar
 3 tímíangreinar
 200 g sveppir, grófskornir
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 15 g smjör, ósaltað
Rauðvínssósa
 2 skallottulaukur
 1-2 msk olía
 2 1/2 dl rauðvín eða krækiberjasaft
 2 rósmaríngreinar
 2 tímíangreinar
 2 1/2 dl kjúklingasoð eða lambasoð
 1-2 msk smjör
 Sjávarsalt
 svartur pipar

Leiðbeiningar:

Lambaskankar

1. Hitið ofn í 150°C.

2. Kryddið lambaskankana með salti og pipar, látið í eldfast mót ásamt kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu.

Setjið rauðlauk heilan með hýðinu með og eldið með í u.þ.b 1 klst.

3. Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar.

4. Takið hýðið af rauðlauknum og skerið í fernt. Berið lambaskankana fram með rauðlauk, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.

Rauðvínssósa:

5. Skerið skallottulauk smátt og steikið varlega upp úr olíu í 3-4 mínútur.

6. Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming.

7. Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming, sigtið svo frá kryddið og laukinn.

8. Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa

Lambahryggur hálfur
Lambahryggur hálfur

October 20, 2024

Lambahryggur hálfur
Um jólin var ég með lítin lambahrygg með öllu tilheyrandi, sósu, rjómasalati og sykurbrúnuðum kartöflum og sveppa rjómasósu. Ekki seinna að vænna að deila henni með ykkur svona áður en næstu jól hringja inn.

Halda áfram að lesa