Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 4 stk. lambaskankar
 3-4 msk. ólífuolía
 3 rauðlaukar
 2 rósmaríngreinar
 3 tímíangreinar
 200 g sveppir, grófskornir
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 15 g smjör, ósaltað
Rauðvínssósa
 2 skallottulaukur
 1-2 msk olía
 2 1/2 dl rauðvín eða krækiberjasaft
 2 rósmaríngreinar
 2 tímíangreinar
 2 1/2 dl kjúklingasoð eða lambasoð
 1-2 msk smjör
 Sjávarsalt
 svartur pipar

Leiðbeiningar:

Lambaskankar

1. Hitið ofn í 150°C.

2. Kryddið lambaskankana með salti og pipar, látið í eldfast mót ásamt kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu.

Setjið rauðlauk heilan með hýðinu með og eldið með í u.þ.b 1 klst.

3. Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar.

4. Takið hýðið af rauðlauknum og skerið í fernt. Berið lambaskankana fram með rauðlauk, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.

Rauðvínssósa:

5. Skerið skallottulauk smátt og steikið varlega upp úr olíu í 3-4 mínútur.

6. Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming.

7. Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming, sigtið svo frá kryddið og laukinn.

8. Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa