Lambaskankar
1. Hitið ofn í 150°C.
2. Kryddið lambaskankana með salti og pipar, látið í eldfast mót ásamt kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu.
Setjið rauðlauk heilan með hýðinu með og eldið með í u.þ.b 1 klst.
3. Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar.
4. Takið hýðið af rauðlauknum og skerið í fernt. Berið lambaskankana fram með rauðlauk, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.
Rauðvínssósa:
5. Skerið skallottulauk smátt og steikið varlega upp úr olíu í 3-4 mínútur.
6. Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming.
7. Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming, sigtið svo frá kryddið og laukinn.
8. Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni