Mexikóskt nauta lasagna!
March 07, 2024
2 Athugasemdir
Mexikóskt nauta lasagnaFyrir stuttu síðan bjó ég til tortillu lasagna með kjúkling og það vakti þvílíka lukku að ég ákvað að búa til með nautahakki og það var hreint út sagt alveg frábært líka svo að ég ætla að gera fleirri með öðru hréfni og deila með ykkur fljótlega.

Hráefni:
1 pk af medium Tortillum
1 pk af nautahakki 500 gr
1 dós af Taco sósu medium 230 gr
1 dós af Taco sósu Hot 230 gr
1 dós af Nýrna baunum 400 gr
1 rauð paprika, niðurskorin
1 rauðlaukur, niðurskorinn
1-2 tómatar, skornir smátt niður
125 ml af rjóma
Steikið hakkið upp úr smá olíu. Bætið saman við svo rauðlauknum, paprikunni og tómat. Þar næst má bæta saman við Taco sósunum og í lokin rjómanum og nýrnabaununum.
Raðið tortillunum í eldfast mót og svo blöndu ofan á, svo koll af kolli og endið á réttinum og svo ost þar ofan á og setjið inn í ofn á 180°c í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Skreytið að vild
Ég bar réttinn fram með Nachos og Ostasósu sem ég vona svo innilega að komi aftur á markaðinn en þetta var mín síðasta. 
Uppskrift og myndir:
Ingunn Mjöll
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

2 Svör
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Kjötréttir
December 06, 2024
Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,
Halda áfram að lesa
October 30, 2024
Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.
Halda áfram að lesa
October 28, 2024
Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.
Halda áfram að lesa
Ingunn Mjöll
March 09, 2024
Sæll Þórir
Takk fyrir að benda mér á, gleymdist alveg að láta það fylgja með og núna er ég búin að laga það en ég setti ofninn á 180°c og hafði réttinn í um
15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Virkilega góður réttur.
Bkv.Ingunn Mjöll/Islandsmjoll