Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Ég fékk mér bíltúr í sumar til þeirra í Háls í Kjós, ca 40 kílómetrar frá mínu heimili, um 35-40 mínútur sem gerir þetta að góðum bíltúr á laugardegi eða sunnudegi en þá er opið hjá þeim.

1 Entrecote steik (á mann)
1 bökuð kartafla (á mann)
1 maiz (á mann)
Köld bearnise sósa eða heit


Ég kryddaði kjötið með El Toro Loco nautakjötskryddinu frá Kryddhúsinu sem mér finnst æðislega gott.

Ég steikti svo kjötið á pönnu upp úr olíu, (hægt er að nota smjörlíki/smjör eða annað
Ég smellti kjöthitamælinum í sneiðina til að ná kjötinu alveg eins og ég vildi. 

Sama á við um ef kjötið er sett á grillið.

Mín ráðlegging til ykkar er að taka nautakjötið út úr frystinu (ef það er frosið) um það bil 4-5 dögum áður, því þá verður það einstaklega meyrt og gott, sama á við um lambakjötið.

Þegar kjarnhitinn hefur svo náð 52-54 þá er kjötið tekið af grillinu og látið bíða í 5-10 mínútur. Þessi hiti á við meðdium rear, bætið við fyrir meiri steikingu.

Ef þú átt ekki til kjöthitamælir þá mæli ég með því að þú fjárfestir í einum slíkum, núna!




Með kjötið bar ég fram soðinn maiz, bakaða kartöflu og kalda bearnissósu

Ég elska þessi flögusölt frá Norðursalti og á alltaf til nóg af þeim


Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa