October 25, 2025
Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.
Þetta læri gaf mér eina máltíð fyrir 3 í upphafi, síðan aðra fyrir einn þar sem ég setti afgangskjöt í brúnu sósuna. Restina af kjötinu skar ég niður í bita og blandaði saman við hrísgrjón ofl, sjá neðar, fyllti 8 stk af vefjum (Tortillur) og pakkaði hverri fyrir sig inn í álpappír, setti í frystipoka og frysti, 8 máltíðir þar fyrir mig eina t.d. og að lokum nýtti ég áfgangsfyllingun og setti hana í langlokubrauð og hitaði mér. Já hérna er hagsýna húsmóðirin svo sannarlega á ferð, allt nýtt, upp til agna!
Lærið kryddaði ég með kryddi frá By Artos, Spænskt Papriku S.P.G sem fæst hérna
Lærið setti ég svo í eldfast mót og inn í ofn á 180°c í um 70 mínútur, munið að snúa því

Ég sauð kartöflur meðalstórar í um 18.mínútur og þjappaði þeim svo niður í eldfast mót, kryddaði með Grænmetiskryddblöndunni frá Kryddhúsinu sem mér finnst æðisleg og stráði svo Parmesan osti ofan á og setti inn í ofn fyrir hliðina á lærinu þar til osturinn var bráðinn.

Dásamlega gott læri en smá ábending frá mér sem ég geri ávallt, ég tek allt lambakjöt út úr frystinum 5-6 dögum áður en ég ætla að nota það, því þá verður það alveg dásamlega meyrt og gott. mæli með.
Ég bar fram með kjötinu ferskt salat einnig og rjómasvappasósu án sveppanna.
1/2 líter matreiðslurjómi
2 sveppateningar
Smávegis smjörlíki til að bræða sveppateningana
Sósulitur, ég vil bara stundum fá að hafa sósuna svona brúna en honum má vissulega sleppa, svo gott að hafa þetta val.
Hérna brytjaði ég smávegis af kjötinu út í afgangssósuna með kartöflunum og hitaði upp 
Bar það svo fram með fersku salati deginum á eftir
Á þriðja degi þá skar ég niður allt kjötið af lærinu og setti saman við Indverska Korma sósu frá Patak's, bætti saman við það einum poka af soðnum hrísgrjónum, ásamt einni dós af skornum ananas og 1/2 rauðlauk. Hitaði þetta saman og setti svo í 8 vefjur og rúllaði þeim upp og lokaði. Setti hverja og eina í álpappír og svo öllum í frystipoka beint í frystinn, þarna bíða mín þá 8 máltíðir og restina af blöndunni sem eftir var setti ég inn í langlokubrauð, ásamt osti og Doritos og skellti því svo í Air fryerinn, sem sagt, ein máltíð í viðbót, snilldin ein!

Langloka með afgang, osti og Doritos flögum
Smellt í Air fryerinn í smá stund
Bræðingur
Skorið í tvennt og svo notið.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 25, 2025
Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.
December 06, 2024