December 22, 2020
Léttreyktur lambahryggur
Þessi er hreinlega eðal og ég myndi vilja eiga svona 2-3 í frystinum yfir árið en auðvitað væri best bara að hann sé til í búðinum allt árið um kring en mæla má með honum svo mikið er víst.
Byrjið á því að sjóða hrygginn samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Snúið honum á hvolf í pönnunni eða því sem þið notið.
Snúið honum við og tæmið vatnið af pönnunni og hrærið saman púðursykri & sinnepi (hægt að nota SS sinnep eða Dijon sinnep svona meira spari, allt smekksatriði.
Setjið hann svo inn í ofn í ca.10 mínútur og berið hann svo fram með brúnuðum kartöflum, fersku salati, rjómadöðlusalati og rjómasveppasósu ef vill.
Njótið vel og deilið að vild á alla miðla.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 06, 2024
May 31, 2024
April 26, 2024