Léttreyktur lambahryggur

December 22, 2020

Léttreyktur lambahryggur

Léttreyktur lambahryggur
Þessi er hreinlega eðal og ég myndi vilja eiga svona 2-3 í frystinum yfir árið en auðvitað væri best bara að hann sé til í búðinum allt árið um kring en mæla má með honum svo mikið er víst.


Byrjið á því að sjóða hrygginn samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Snúið honum á hvolf í pönnunni eða því sem þið notið. 

Snúið honum við og tæmið vatnið af pönnunni og hrærið saman púðursykri & sinnepi (hægt að nota SS sinnep eða Dijon sinnep svona meira spari, allt smekksatriði.
Setjið hann svo inn í ofn í ca.10 mínútur og berið hann svo fram með brúnuðum kartöflum, fersku salati, rjómadöðlusalati og rjómasveppasósu ef vill.

Njótið vel og deilið að vild á alla miðla.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa