Lambahryggur

July 06, 2022 2 Athugasemdir

Lambahryggur

Lambahryggur
Með því besta sem maður fær og hver man ekki eftir því þegar það var annað hvort hryggur eða læri í matinn á sunnudögum og svo pottréttur úr afganginum í sósunni daginn eftir.

1.lambahryggur

1.dós malt og appelsín, ég notaði sykurlaust
1-2 rauðlaukar
1-2 gulrætur
Blaðlaukur


Setjið malt og appelsín í botninn á mótinu og skerið grænmetið niður og bætið saman við. Kryddið hrygginn með kryddi að eigin smekk, ég notaði Seson All og ferskt rósmarín. 

Setjið hrygginn inn í ofninn á 180°c í 45.mínútur á kílóið

Borið fram með brúnni sósu úr soðinu, brúnaðar kartöflur og balsamik sveppi

Uppskrift af sósunni:
Sigtið soðið og setjið i pott, gott getur verið að bæta við einum tening af kjötkrafti en smakkið til. Þykkið sósuna svo með maizena mjöli. Mörgum vinnst gott að bæta út í hana smá rauðvíni eða bláberja sultu t.d.

Balsamik sveppir, sjá uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




2 Svör

Ásgeir Svavar Ólafsson
Ásgeir Svavar Ólafsson

January 16, 2024

Asgeir

Svava Friðrika Guðmundsdottir
Svava Friðrika Guðmundsdottir

August 29, 2023

Gömul og góð uppskrift ,list vel a þetta takk fyrir.

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa