July 06, 2022 2 Athugasemdir
Lambahryggur
Með því besta sem maður fær og hver man ekki eftir því þegar það var annað hvort hryggur eða læri í matinn á sunnudögum og svo pottréttur úr afganginum í sósunni daginn eftir.
1.lambahryggur
1.dós malt og appelsín, ég notaði sykurlaust
1-2 rauðlaukar
1-2 gulrætur
Blaðlaukur
Setjið malt og appelsín í botninn á mótinu og skerið grænmetið niður og bætið saman við. Kryddið hrygginn með kryddi að eigin smekk, ég notaði Seson All og ferskt rósmarín.
Setjið hrygginn inn í ofninn á 180°c í 45.mínútur á kílóið
Borið fram með brúnni sósu úr soðinu, brúnaðar kartöflur og balsamik sveppi
Uppskrift af sósunni:
Sigtið soðið og setjið i pott, gott getur verið að bæta við einum tening af kjötkrafti en smakkið til. Þykkið sósuna svo með maizena mjöli. Mörgum vinnst gott að bæta út í hana smá rauðvíni eða bláberja sultu t.d.
Balsamik sveppir, sjá uppskrift
Verði ykkur að góðu.
Velkomið að deila áfram
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
August 29, 2023
Gömul og góð uppskrift ,list vel a þetta takk fyrir.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
October 30, 2024
October 28, 2024
Ásgeir Svavar Ólafsson
January 16, 2024
Asgeir