Lambahryggur

July 06, 2022 2 Athugasemdir

Lambahryggur

Lambahryggur
Með því besta sem maður fær og hver man ekki eftir því þegar það var annað hvort hryggur eða læri í matinn á sunnudögum og svo pottréttur úr afganginum í sósunni daginn eftir.

1.lambahryggur

1.dós malt og appelsín, ég notaði sykurlaust
1-2 rauðlaukar
1-2 gulrætur
Blaðlaukur


Setjið malt og appelsín í botninn á mótinu og skerið grænmetið niður og bætið saman við. Kryddið hrygginn með kryddi að eigin smekk, ég notaði Seson All og ferskt rósmarín. 

Setjið hrygginn inn í ofninn á 180°c í 45.mínútur á kílóið

Borið fram með brúnni sósu úr soðinu, brúnaðar kartöflur og balsamik sveppi

Uppskrift af sósunni:
Sigtið soðið og setjið i pott, gott getur verið að bæta við einum tening af kjötkrafti en smakkið til. Þykkið sósuna svo með maizena mjöli. Mörgum vinnst gott að bæta út í hana smá rauðvíni eða bláberja sultu t.d.

Balsamik sveppir, sjá uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
2 Svör

Ásgeir Svavar Ólafsson
Ásgeir Svavar Ólafsson

January 16, 2024

Asgeir

Svava Friðrika Guðmundsdottir
Svava Friðrika Guðmundsdottir

August 29, 2023

Gömul og góð uppskrift ,list vel a þetta takk fyrir.

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt nauta lasagna!
Mexikóskt nauta lasagna!

March 07, 2024 2 Athugasemdir

Mexikóskt nauta lasagna
Fyrir stuttu síðan bjó ég til tortillu lasagna með kjúkling og það vakti þvílíka lukku að ég ákvað að búa til með nautahakki og það var hreint út sagt alveg frábært líka.

Halda áfram að lesa