Lambahryggur

July 06, 2022

Lambahryggur

Lambahryggur
Með því besta sem maður fær og hver man ekki eftir því þegar það var annað hvort hryggur eða læri í matinn á sunnudögum og svo pottréttur úr afganginum í sósunni daginn eftir.

1.lambahryggur

1.dós malt og appelsín, ég notaði sykurlaust
1-2 rauðlaukar
1-2 gulrætur
Blaðlaukur


Setjið malt og appelsín í botninn á mótinu og skerið grænmetið niður og bætið saman við. Kryddið hrygginn með kryddi að eigin smekk, ég notaði Seson All og ferskt rósmarín. 

Setjið hrygginn inn í ofninn á 180°c í 45.mínútur á kílóið

Borið fram með brúnni sósu úr soðinu, brúnaðar kartöflur og balsamik sveppi

Uppskrift af sósunni:
Sigtið soðið og setjið i pott, gott getur verið að bæta við einum tening af kjötkrafti en smakkið til. Þykkið sósuna svo með maizena mjöli. Mörgum vinnst gott að bæta út í hana smá rauðvíni eða bláberja sultu t.d.

Balsamik sveppir, sjá uppskrift

Verði ykkur að góðu.

Velkomið að deila áfram
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Wok-nautakjöt í Satay sósu
Wok-nautakjöt í Satay sósu

September 18, 2021 2 Athugasemdir

Wok-nautakjöt í Satay sósu
Þessi réttur passar mjög vel á thailenska hlaðborðið með nautakjötsréttinum í ostrusósunni en mér finnst svo gaman að elda allsskonar frá hinum og þessum

Halda áfram að lesa

Wok-nautakjöt í ostrusósu
Wok-nautakjöt í ostrusósu

September 18, 2021

Wok-nautakjöt í ostrusósu 
Það er afar auðvelt að útbúa einfalda og fljótlega rétti á thailenska vísu og hérna koma allavega tvær útgáfur af nautakjöti í ostrusósu.

Halda áfram að lesa

Léttreyktur lambahryggur
Léttreyktur lambahryggur

December 22, 2020

Léttreyktur lambahryggur
Þessi er hreinlega eðal og ég myndi vilja eiga svona 2-3 í frystinum yfir árið en auðvitað væri best bara að hann sé til í búðinum allt árið um kring en mæla má

Halda áfram að lesa