April 10, 2020 2 Athugasemdir
Hamborgarhryggur
Þegar kemur að því að velja hamborgarhrygg fyrir hátíðarnar, páskana eða aðrar veislur þá má líka þessu við matartrúarbrögð því sumir kaupa bara t.d. Ali, aðrir Hagkaups, Nóatúns, Kea eða frá öðrum, gott og blessað en við pabbi völdum fyrir þessi jól SS hamborgahrygg, verður áhugavert.
Að matreiða Hamborgarhrygg
Fyrir 6 til 8:
2 - 2 ½ kg. hamborgarhryggur á beini
2 lárviðarlauf
kalt vatn
5 svört piparkorn
Ég ætla að bæta út í soðið þessi jól malt og appelsín og útbúa sósu úr soðinu.
Hryggurinn settur í pott ásamt laufunum og piparkornunum, köldu vatni hellt yfir þannig að fljóti vel yfir.
Suðan látin koma hægt upp og soðið við væga suðu í u.þ.b. 40-45 mínútur á klukkustund er mælt með nema annað sé tekið fram og þá er hann
settur í eldfast mót, karamelluhjúpnum hellt yfir og kjötið bakað í 170° í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til karamellan er fallega gullin.
Karamelluhjúpurinn:
1 1/4 bolli sykur
2 1/4 msk. sítrónusafi
2 1/4 msk. tómatsósa
11/4 msk. sætt sinnep
½ - 1 dl. rjómi
Mín útgáfa er púðursykur, hrært saman við SS sinnep og stundum nota ég Dijon.
Sykurinn bræddur ásamt sítrónusafanum á heitri pönnu þar til blandan fer að brúnast þá er tómatsósunni, sinnepinu og
rjómanum blandað saman við og allt soðið saman í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin hæfilega teygjanleg eins og karamella.
Athugið að nota ekki allan hjúpinn á kjötið þar sem við þurfum u.þ.b1 dl. desilítra í sósuna.
Þá kemur Coca cola sósa; sérlega afbrigðilegt og spennandi !
1 dl. karamelluhjúpur
1 lítil kók
5 dl. soð af hamborgarhryggnum
kjötkraftur
sósujafnari
1 - 1½ dl. matreiðslurjómi
pipar - örl. sósulitur
Karamellan og kókið, ásamt soðinu af kjötinu soðið vel niður áður en sósan er smökkuð til, hún síðan lituð og þykkt.
Þegar það er búið er rjóminn settur samanvið og sósan soðin í fimm til tíu mínútur við væga suðu eða þar til fallegum gljáa er náð.
En það er líka hægt að hafa hefðbundna Rjómasveppasósu
Meðlæti:
Nýsoðið grænmeti, heimasteikt rauðkál og pönnusteiktar kartöflur
eða kartöflubátar steiktir í ofni, brúnaðar kartöflur... eða bara soðnar kartöflur.
Þessa uppskrift er einnig hægt að nota með bayonneskinku.
Njótið og deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
March 27, 2020
Athugasemd mín er sú að þú ert frábær :-)
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 25, 2025
Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur.
October 25, 2025
Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.
Ingunn Mjöll
April 19, 2020
Takk kærlega fyrir fallega umsögn ❤️