Rjómalöguð sveppasósa

January 03, 2021

Rjómalöguð sveppasósa

Rjómalöguð sveppasósa
Eðalsósa með hvaða hátíðarmat sem er. Þessa dekkti ég töluvert mikið en mér finnst mjög misjafnt eftir því hvaða mat ég er að bera fram, hvað dökka sósuna ég vil hafa en maður stjórnar því svolítið sjálfur með sósulitnum.

1.Matreiðslurjómi
1/2 lítri mjólk
50 gr smjörlíki
2.sveppateningar
Sveppir ferskir
Sósulitur
Maizena mjöl

Bræðið smjörlíki og látið sveppateningana bráðna með.
Bætið þá saman við rjómanum hægt og rólega og jafnið vel út, bætið svo við ca. hálfum lítra af mjólk ef það eru margir gestir til að drýgja sósuna betur.
Skerið sveppina í hæfilegar sneiðar eða báta og setjið útí og látið malla þar til þeir eru farnir að mýkjast vel upp. Hrærið reglulega í sósunni.
Áður en bera á sósuna fram þá nota ég maizena mjöl til að þykkja hana aðeins til og set sósulit saman við þar til ég er ánægð með þann lit sem ég vil hafa á henni. Ef ykkur finnst vanta smá meira bragð þá má bæta saman við hana líka smá kjötkrafti. 

Þessa sósu geri ég um hver jól í hádeginu og þegar hún er tilbúin þá slekk ég undir og geymi hana þar til um kvöldið en þá hita ég hana upp, þykki og set litinn.

Deilist eins og vindurinn,,,

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Sósur

TORO kjúklingasósa með rósapipar
TORO kjúklingasósa með rósapipar

June 16, 2023

TORO kjúklingasósa með rósapipar
Það er þetta með sósur og tvist. Pakkasósur koma oft að góðum notum og auðvelt er að gera þær að sinni sósu með smá tvisti og oftar en ekki þá baka ég þær upp og bæti svo einhverju saman við.

Halda áfram að lesa

Aioli
Aioli

April 07, 2023

Aioli
Er er eitt af því besta sem ég man eftir frá Ibíza þegar maður var ungur ofan á brauð. Þetta fylgdi alltaf með brauði á hverjum matsölustaðnum sem farið var á.

Halda áfram að lesa

Hollandaise sósa með tvisti
Hollandaise sósa með tvisti

February 01, 2023

Hollandaise sósa með tvisti frá Toro 
Þessa gerði ég og hafði með Túnfisk steikinni minni á gamlárskvöld og passaði hún mjög vel með. Núna er ég búin að vera með þrennsskonar sósur á,,,

Halda áfram að lesa