Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur Camembert með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.
     
1-2 Camembert ostar (eða eftir fjölda gesta)
1-2 egg
Hveiti
Brauðrasp
Raspolía
Brauðsneiðar
     
Skerið ostinn í jafna bita. Veltið honum fyrst upp úr hveitinu, svo egginu, raspinum og svo aftur úr egginu og raspinum til að fá þykka skorpu. Hitið olíuna og djúpsteikið svo ostinn þar til gullin brúnn. Ristið brauð í sneiðum eða ef þið viljið hafa þau öðruvísi, notið þá stórt glas til að skera út kringlóttar sneiðar með því að þrýsta því ofan á brauðið og snúa.



Borið fram með rifsberjahlaupi/sultu

Ef svo vel vill til að það sé afgangur þá má nýta hann daginn eftir ofan á ristað brauð með bearnise sósu, salati, steiktu eggi og rifsberjasultu.


Njótið og deilið með gleði.

Birkibakkinn Jökull, brettið og morgunverðaplattarnir eru frá Hjartalag.is

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Forréttir

Rækjukokteill Dísu vinkonu
Rækjukokteill Dísu vinkonu

March 06, 2024

Rækjukokteill
Ein af þessum sem ég hef fengið hjá vinkonu minni og hef ætlað að gera fyrir löngu síðan og lokssins komið að því og að sjálfsögðu deili ég uppskriftinni með ykkur.

Halda áfram að lesa

Geitaostur!
Geitaostur!

October 09, 2021

Geitaostur á grilluðu snittubrauði með heitri marmelaðisósu
Uppskrift svipaða og þessa fékk ég árið 2007 hjá Dísu vinkonu minni úti í Þýskalandi 

Halda áfram að lesa

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur
Pönnusteiktur hörpuskelfiskur

November 07, 2020

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur
Þennan rétt bjó ég til með vinkonu minni nýlega og höfðum við hann í forrétt á undan Risarækjum í Sweet chilli sósu, einsskonar sjávarrétta þema hjá okkur.

Halda áfram að lesa