Geitaostur!

October 09, 2021

Geitaostur!

Geitaostur á grilluðu snittubrauði með heitri marmelaðisósu
Uppskrift svipaða og þessa fékk ég árið 2007 hjá Dísu vinkonu minni úti í Þýskalandi og hef ekki getað gleymt henni en þá var geitaostur vart komin á markaðinn hérna. EItthvað skolaðist uppskriftin til í minningunni minni en þessi blanda kom samt alveg ljómandi vel út. Í staðinn fyrir sykurinn má nota líka fljótandi sykur eða hreinlega bara slettu af hunangi.


1-2  Geitaostslengjur
½ krukka af appelsínumarmelaði
1.msk sykur/hunang (mæli með hunanginu)
Grand Marnier, eftir smekk
Snittubrauð
Olía

Skerið geitaostinn í jafnar sneiðar og raðið á smjörpappír og hitið í smá stund eða þar til þið sjáið að hann er byrjaður að bráðna. Ef hann er settur á grill, notið þá álpappír. Skerið niður snittubrauð í ca. 1 cm lengjur og penslið smá olíu á báðar hliðarnar og grillið. Setjið marmelaði í pott og hitið við vægan hita, bætið sykrinum saman við og toppið blönduna með smá slettu af Grand Marnier.
Raðið ostasneið á brauðið og hellið sósu ofan á. Toppið með eins og einu bláberi eða öðru gómsætu.

Njótið & deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


Einnig í Forréttir

Djúpsteiktur Camembert
Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.

Halda áfram að lesa

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur
Pönnusteiktur hörpuskelfiskur

November 07, 2020

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur
Þennan rétt bjó ég til með vinkonu minni nýlega og höfðum við hann í forrétt á undan Risarækjum í Sweet chilli sósu, einsskonar sjávarrétta þema hjá okkur.

Halda áfram að lesa

Rækjukokteill með Blue cheese sósu
Rækjukokteill með Blue cheese sósu

October 17, 2020

Rækjukokteill með Blue cheese sósu
Þessi er svo sannarlega sá allra besti rækjukokteill sem ég hef nokkurntíman fengið, hann er ekta fullorðins og sósan hún er dásamlega góð, ísköld með rækjunum, eiginlega of góð.

Halda áfram að lesa