Pönnusteiktur hörpuskelfiskur

November 07, 2020

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur

Pönnusteiktur hörpuskelfiskur á Black Been Spaghetti beði.
Þennan rétt bjó ég til með vinkonu minni nýlega og höfðum við hann í forrétt á undan Risarækjum í Sweet chilli sósu, einsskonar sjávarrétta þema hjá okkur.

Hörpuskelfiskur lítill
Black Bean Organic Spaghetti (Keypti það í Nettó)

Hveiti
2.tsk karrí
2.tsk paprika
2.tsk chilli flögur
Smá salt og pipar
     
Hvítlaukur, saxið hann í sneiðar og steikið upp úr smjöri þar til hann verður stökkur.

Setjið svona ca 1 bolla af hveiti í skál og blandið kryddunum vel saman við.
Veltið hörpuskelfiskinum upp úr hveiti blöndunni og steikið svo upp úr smjöri á pönnu í nokkrar mínútur og veltið á allar hliðar.

Sjóðið Spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á kassa, gott er að setja smá olívuolíu út í vatnið.

Setjið svo spaghetti á disk og raðið hörpuskelfiskinum ofaná ásamt ristuðum hvítlaukssneiðunum og skreytið svo með eins og einni tígrísrækju eða öðru tilfallandi og stráið svo saltflögum yfir áður en borið er fram.

Með þessu vorum við með fallegan brauðhring og ferskt salat.

Njótið & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Forréttir

Risarækjur í barbequesósu
Risarækjur í barbequesósu

October 20, 2024

Risarækjur í barbequesósu
Forréttur sem hentar alveg ljómandi vel fyrir einn og minnsta mál að útbúa fyrir fleirri, bara bæta við magnið af risarækjunum og hræra meira saman af rjóma ofl.

Halda áfram að lesa

Rækjukokteill Dísu vinkonu
Rækjukokteill Dísu vinkonu

March 06, 2024

Rækjukokteill
Ein af þessum sem ég hef fengið hjá vinkonu minni og hef ætlað að gera fyrir löngu síðan og lokssins komið að því og að sjálfsögðu deili ég uppskriftinni með ykkur.

Halda áfram að lesa

Djúpsteiktur Camembert
Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.

Halda áfram að lesa