Saltfiskur í pestósósu

February 01, 2024 2 Athugasemdir

Saltfiskur í pestósósu

Saltfiskur í pestósósu
Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus en að sjálfsögðu er hægt að kaupa fiskinn í hvaða fisk/búð sem er. Með fiskinum var ég með heimagert kartöflusalat með smá tvisti.

Hentar vel fyrir 2-4

800 gr saltfiskur eða 1 pakki
Svartur pipar
Pestó, ég notaði rautt pestó en það er alveg hægt að nota annað
Fyrir þá sem vilja þá er hægt að toppa þetta með svörtum ólífum t.d

Kryddið saltfiskinn lítilega með pipar og veltið honum svo upp úr pestóinu.
Raðið honum í eldfast mót og setjið inn í ofn á 180°c í 10-15 mínútur, fer eftir þykktinni á fiskinum. 

Gott að bera hann fram með fersku salati og kartöflusalati

Fiskinn bar ég fram með Pestókartöflusalati og rauðri papriku að þessu sinni.

Pestókartöflusalat
Sama kartöflusalatið ættað frá Þýskalandi, sjá hér
Gott að skipta því í helming og hafa bæði þetta venjulega og svo með pestóinu.

500 gr Kartöflur soðnar og flysjaðar
1 Laukur - fín saxað
Nokkrar Súrar gúrkur - skornat fínt
U.þ.b. 1/2 dolla Gúrku relish
Majoness - lítil dós
Sinnep, ég notaði þarna Dijon sinnep
Edik
Svartur pipar
2-3 msk af Rauðu pestó, nýta krukkuna sem notuð var á fiskinn.

Daginn eftir notaði ég afganginn og setti í hamborgarabrauð með smá remúlaði aukalega og kartöflusalati án pestó sem ég bjó til líka.

Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

March 09, 2024

Sæll Þórir og takk fyrir að hafa samband.

Ég keypti þennan frosinn í Bónus og nei ég þurfti ekki að útvatna þennan, hann var tilbúinn þannig, nokkrir bitar saman í pakka.
Saltaðir þorskbitar frá Norðanfisk.

Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

þórir þorsteinsson
þórir þorsteinsson

March 09, 2024

hvernig saltfiskur er þetta?þarf að útvatna áður?ég er sjómaður og vill helst ekki kaupa fisk.takk fyrir

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Sweet Chili fiskur!
Sweet Chili fiskur!

October 13, 2025

Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.

Halda áfram að lesa

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa