Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi

February 01, 2024

Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi

Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi
Þjóðverjar eru mikið fyrir allsskonar salöt og eru kartöflu salötin engin undanþága þar á og uppskriftirnar óteljandi, hérna kemur ein þeirra.

500 gr Kartöflur soðnar og flysjaðar
1 Laukur - fín saxað
Nokkrar Súrar gúrkur - skornat fínt
U.þ.b. 1/2 dolla/flaska af Gúrku relish, ca.200 gr 
Majoness - lítil dós (250 ml)
Sinnep, ég notaði þarna Dijon sinnep, 2-3 msk
Edik, 1-2 msk
Svartur pipar, eftir smekk

Kartöflur, laukur, súrum gúrkum og relish blandað saman í skál. Majonesið og sinnepinu blandað saman, gott er að nota aðra skál og blanda svo saman út í majonesið. Smakkið til og bætið út í meira sinnepi ef vil og svörtum pipar og eins og msk.af ediki. 

Og ef þið viljið tilbreytingu þá bætið þið saman við 2-3 msk af Rauðu pestói eða öðru eftir ykkar smekk. Mjög gott.

Gott að láta standa yfir nótt í ísskáp.

Deilið með gleði,,,,

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Meðlæti

Fylltir rauðlaukar
Fylltir rauðlaukar

June 29, 2023

Fylltir rauðlaukar
Mér finnst fátt eins gott með grillinu eins og grillaður rauðlaukur og þá er hæglega hægt að grilla hann bara einn og sér enda verður hann dásamlega sætur og góður,,

Halda áfram að lesa

Karrí kartöfluréttur
Karrí kartöfluréttur

April 15, 2023

Karrí kartöfluréttur
Þessa uppskrift er ég búin að ætla að gera lengi og loksins lét ég verða að því. Virkilega góður kartöfluréttur, einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Halda áfram að lesa

Grillaðar kartöflur fylltar
Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar 
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Halda áfram að lesa