February 01, 2024
Kartöflusalat ættað frá Þýskalandi
Þjóðverjar eru mikið fyrir allsskonar salöt og eru kartöflu salötin engin undanþága þar á og uppskriftirnar óteljandi, hérna kemur ein þeirra.
500 gr Kartöflur soðnar og flysjaðar
1 Laukur - fín saxað
Nokkrar Súrar gúrkur - skornat fínt
U.þ.b. 1/2 dolla/flaska af Gúrku relish, ca.200 gr
Majoness - lítil dós (250 ml)
Sinnep, ég notaði þarna Dijon sinnep, 2-3 msk
Edik, 1-2 msk
Svartur pipar, eftir smekk
Kartöflur, laukur, súrum gúrkum og relish blandað saman í skál. Majonesið og sinnepinu blandað saman, gott er að nota aðra skál og blanda svo saman út í majonesið. Smakkið til og bætið út í meira sinnepi ef vil og svörtum pipar og eins og msk.af ediki.
Og ef þið viljið tilbreytingu þá bætið þið saman við 2-3 msk af Rauðu pestói eða öðru eftir ykkar smekk. Mjög gott.
Gott að láta standa yfir nótt í ísskáp.
Deilið með gleði,,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 28, 2024
April 21, 2024
April 09, 2024