February 10, 2025 2 Athugasemdir
Sætkartöflusalat!
Bjó til líka þetta æðislega sætkartöflusalat sem hentaði einstaklega bæði með rauðsprettunni sem ég var með og eins bleikjunni daginn eftir. Ég gerði mína eigin útgáfu af salatinu sem hentar fyrir 2 eða í tvær máltíðar fyrir einn. Læt þau bæði fylgja hérna með og þið veljið hvort hentar ykkur betur.
1/3 af sætri kartöflu, ath að þær eru misstórar, svo það er gott að miða við eins og fjórar sneiðar, skrælaðar, skornar í litla bita og soðnar.
2 dl af grískri jógúrt
1/4 af agúrku
2-3 tsk af Svövu sinnepi, ég notaði með viský bragðinu en það er gott líka að smakka til
1/3 af rauðlauk, skorið smátt niður
1-2 tsk af Grænmetis kryddinu frá Mabrúka
Smakkið svo til með Salt og pipar kryddinu frá Mabrúka
Aðferð:
Skrælið kartöflurnar.
Skerið þær í jafna kubba.
Sjóðið kartöflurnar.
Setjið jógúrtið í skál.
Kjarnhreinsið agúrkuna og skerið hana í kubba.
Bætið sinnepinu út í.
Saxið rauðlaukinn
Hérna er uppskriftin sem ég studdist ca. við
2 stk sætar kartöflur
1 dós grísk jógúrt
1 rif hvítlaukur
1 stk agúrka
2 msk Dijon sinnep með balsamic bragði
1 búnt fáfnisgras
1 stk rauðlaukur
Salt og pipar
Aðferð:
Skrælið kartöflurnar.
Skerið þær í jafna kubba.
Sjóðið kartöflurnar.
Setjið jógúrtið í skál.
Rífið hvítlaukinn út í.
Kjarnhreinsið agúrkuna og skerið hana í kubba.
Bætið sinnepinu út í.
Saxið rauðlaukinn og fáfnisgrasið og bætið því út í.
Kryddið með salti og vel af pipar.
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
February 18, 2025
Aldrei heyrt um Svövu sinnep hvar fær maður það 😊
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 24, 2025
Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.
December 06, 2024
June 28, 2024
Ingunn Mjöll
February 18, 2025
Sæl og blessuð Anna Björk
Svava sinnep hefur verið á markaðinum í að verða 10.ár og fæst víða í búðum um land allt og enn í dag eru margir að uppgötva.
Hérna getur þú lesið þér til frekar um sinnepið hennar Svövu og hvar það fæst bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
https://islandsmjoll.is/blogs/news/sinnep-svovu
Bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjöll