Fiskur & franskar

April 06, 2021

Fiskur & franskar

Fiskur & franskar
Er eitt af því sem ég hef alltaf elskað en hafði aldrei útbúið sjálf og djúpsteikt en lét verða að því núna og bauð vinkonu minni í mat, hún gaf þessu 10.í einkunn.
       
Ég notaði reyndar orly deig frá Vilko en í kassanum eru tvær pakkningar,
ég notaði bara aðra þeirra en það dugar alveg fyrir um ca.10 smáa fiskbita.

Ég bætti saman við vatni eins og gefið var upp og kryddaði svo með fisk kryddi sem ég átti til. 
           
Ég djúpsteikti franskar til að hafa með fyrst og svo fiskinn þegar ég hafði
velt honum upp úr blöndunni og ég sneri honum reglulega þar til hann
var orðin gullin brúnn eins og sjá má á myndunum.

       
Ég útbjó svo þessa æðislegu tartarasósu og hafði með, sjá uppskrift hér

Næst ætla ég að prufa að gera blönduna frá grunni og nota í hana pilsner
eins í annarri uppskrift sem má finna hérna

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Ýsa í sesam og kókosraspi
Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa