Fiskur & franskar

April 06, 2021 2 Athugasemdir

Fiskur & franskar

Fiskur & franskar
Er eitt af því sem ég hef alltaf elskað en hafði aldrei útbúið sjálf og djúpsteikt en lét verða að því núna og bauð vinkonu minni í mat, hún gaf þessu 10.í einkunn.
       
Ég notaði reyndar orly deig frá Vilko en í kassanum eru tvær pakkningar,
ég notaði bara aðra þeirra en það dugar alveg fyrir um ca.10 smáa fiskbita.

Ég bætti saman við vatni eins og gefið var upp og kryddaði svo með fisk kryddi sem ég átti til. 
           
Ég djúpsteikti franskar til að hafa með fyrst og svo fiskinn þegar ég hafði
velt honum upp úr blöndunni og ég sneri honum reglulega þar til hann
var orðin gullin brúnn eins og sjá má á myndunum.

       
Ég útbjó svo þessa æðislegu tartarasósu og hafði með, sjá uppskrift hér

Næst ætla ég að prufa að gera blönduna frá grunni og nota í hana pilsner
eins í annarri uppskrift sem má finna hérna

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

February 02, 2024

Vertu hjartanlega velkomin ❤️

Sveinlaug Þórarinsdóttir
Sveinlaug Þórarinsdóttir

January 22, 2024

Er til í að vera með

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa