Fiskur & franskar

April 06, 2021 2 Athugasemdir

Fiskur & franskar

Fiskur & franskar
Er eitt af því sem ég hef alltaf elskað en hafði aldrei útbúið sjálf og djúpsteikt en lét verða að því núna og bauð vinkonu minni í mat, hún gaf þessu 10.í einkunn.
       
Ég notaði reyndar orly deig frá Vilko en í kassanum eru tvær pakkningar,
ég notaði bara aðra þeirra en það dugar alveg fyrir um ca.10 smáa fiskbita.

Ég bætti saman við vatni eins og gefið var upp og kryddaði svo með fisk kryddi sem ég átti til. 
           
Ég djúpsteikti franskar til að hafa með fyrst og svo fiskinn þegar ég hafði
velt honum upp úr blöndunni og ég sneri honum reglulega þar til hann
var orðin gullin brúnn eins og sjá má á myndunum.

       
Ég útbjó svo þessa æðislegu tartarasósu og hafði með, sjá uppskrift hér

Næst ætla ég að prufa að gera blönduna frá grunni og nota í hana pilsner
eins í annarri uppskrift sem má finna hérna

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

February 02, 2024

Vertu hjartanlega velkomin ❤️

Sveinlaug Þórarinsdóttir
Sveinlaug Þórarinsdóttir

January 22, 2024

Er til í að vera með

Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa