September 13, 2020
Fiskur í orly
Fiskur og franskar (Fish & chips)
Allir elska þennan rétt, Bretar, Íslendingar og ég.
Uppskriftina fékk ég senda fyrir löngu síðan en myndina tók ég af rétt sem ég fékk einmitt af þessari samsetningu á Hóteli á Patró árið 2017
Orlydeig
3 dl pilsner eða vatn
2 msk sykur
1 msk salt
1 tsk olía
1 eggjarauða
hveiti
1 eggjahvíta
Fiskur
ýsuflök
hveiti
Fiskurinn er roðdreginn og snyrtur, skorinn þversum í 3-4 bita eftir stærð og síðan langsum í 5 cm langa bita. Fiskurinn þerraður, kryddaður ef vill og velt upp úr hveiti, settur í orly deigið og djúpsteiktur í djúpsteikingarpotti eða á pönnu í 2-3 mín við 180-200°C.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
September 11, 2024
August 07, 2024
July 29, 2024