Fiskur í orly

September 13, 2020

Fiskur í orly

Fiskur í orly
Fiskur og franskar (Fish & chips)
Allir elska þennan rétt, Bretar, Íslendingar og ég.
Uppskriftina fékk ég senda fyrir löngu síðan en myndina tók ég af rétt sem ég fékk einmitt af þessari samsetningu á Hóteli á Patró árið 2017

Orlydeig

3 dl pilsner eða vatn
2 msk sykur
1 msk salt
1 tsk olía
1 eggjarauða
hveiti
1 eggjahvíta

Pilsner, sykur, salt, olía og eggjarauða hrært saman og þykkt með hveiti, blandan á að vera álíka þykk og pönnukökudeig. Látið blönduna standa í 1 kls. Eggjahvítan er stífþeytt og blandað saman rétt fyrir steikingu.
 

Fiskur

ýsuflök
hveiti

Fiskurinn er roðdreginn og snyrtur, skorinn þversum í 3-4 bita eftir stærð og síðan langsum í 5 cm langa bita. Fiskurinn þerraður, kryddaður ef vill og velt upp úr hveiti, settur í orly deigið og djúpsteiktur í djúpsteikingarpotti eða á pönnu í 2-3 mín við 180-200°C.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Langa í Pestó Sól
Langa í Pestó Sól

March 11, 2024

Langa í Pestó Sól frá Önnu Mörtu og Lovísu
Með sætkartöflumús og döðlum.
Ég fékk gefins alveg dásamlega góða Löngu frá vini og ég hef persónulega ekki mikið eldað Löngu svo ég ákvað að leyfa sköpunargleðinni njóta sín og þetta varð útkoman. Virkilega sátt við hana og mjög gott allt saman, sælkeraréttur með meiru. 

Halda áfram að lesa

Fiskibollur með lauksmjöri
Fiskibollur með lauksmjöri

March 04, 2024

Fiskibollur með lauksmjöri
Hvort heldur sem er að maður geri þær sjálfur frá grunni og eða kaupi þær tilbúnar þá eru þær virkilega góðar með lauksmjöri og kartöflum.

Halda áfram að lesa

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa