Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Ég keypti einn pakka af gerbollum og einn af vatnsdeigs, tvær tegundir af glassúr, rjóma, Royal vanillubúðing (sem enginn fattaði að var á milli ásamt rjómanum og sultunni, ég mun prufa fleirri tegundir að ári ;) )

Ég var með þrjár gerðir af sultu, rabbarbara (fyrir pabba) og svo bláberja og jarðarberja og svo skreytti ég nokkrar með M&M svona meira fyrir barnabarnið sem alveg elskaði súkkulaðið ofan á og M&M ið.









Bollurnar voru mjög góðar og allir saddir og sælir. 

Uppskrift af Vatnsdeigsbollum fyrir þá sem vilja baka frá grunni. Sjá hérna
Uppskrift af Gerbollum. Sjá hérna.

Velkomið að deila áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook






Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa