Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Ég keypti einn pakka af gerbollum og einn af vatnsdeigs, tvær tegundir af glassúr, rjóma, Royal vanillubúðing (sem enginn fattaði að var á milli ásamt rjómanum og sultunni, ég mun prufa fleirri tegundir að ári ;) )

Ég var með þrjár gerðir af sultu, rabbarbara (fyrir pabba) og svo bláberja og jarðarberja og svo skreytti ég nokkrar með M&M svona meira fyrir barnabarnið sem alveg elskaði súkkulaðið ofan á og M&M ið.

Bollurnar voru mjög góðar og allir saddir og sælir. 

Uppskrift af Vatnsdeigsbollum fyrir þá sem vilja baka frá grunni. Sjá hérna
Uppskrift af Gerbollum. Sjá hérna.

Velkomið að deila áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebookEinnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa

Cheerios kökur
Cheerios kökur

February 10, 2024

Cheerios kökur
Þær eru alltaf jafn góðar og vinsælar í barnaafmælum, eiginlega alveg sama hvort þú sér 2, 3 eða 39.ára. Og það skemmtilega við þær er að þær eru einfaldar í gerð og öll fjölskyldan getur komið saman og gert þær og notið samvista í leiðinni.

Halda áfram að lesa