Rjómabollur (ger)

March 07, 2020

Rjómabollur (ger)

Rjómabollur

Á bolludaginn elska íslendingar að raða í sig bollum með allskonar fyllingum,
sumir kjósa vatnsdeigsbollur og aðrir gömlu góðu gerbollurnar með sultu og rjóma.

Hérna er uppskrift af gerbollum!

100 gr smjör
3 dl mjólk
1/2 bréf þurrger
1 dl sykur
1/2 tsk.salt
1 egg
1/2 tsk.hjartarsalt
9 1/2 dl hveiti

Bræðið smjör i litlum potti, hellið mjólkinni út í og hitið upp í 37 gráður.
Hellið mjólkinni í skál og byrjið á að setja þurrger út í, síðan salt, sykur og egg og 
hrærið saman í hrærivél. Blandið hjartarsaltið í hveitið sem þið setjið smátt og smátt úr í 
skálina og hrærið vel á meðan. Stráið hveiti á borð og hnoðið deigið þar en setjið það svo í 
skálina aftur, leggið hreint viskustykkir yfir og leyfið deiginu að lyfta sér í hálf tíma.
Hnoðið deigið nú aftur, mótið síðan bollurnar á milli handanna og raðið þeim á plötu.
Þar þurfa þær að lyfta sér vel í 20-30 mínútur. 
Bakið þær við 200 gráður í miðjum ofni í 10 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en
þið skerið þær í tvennt, takið innan úr þeim og fyllið með rjóma og sultu.
Bræðið súkkulaði með 1 tsk. af olíu við mjög vægan hita yfir vatnsbaði
og smyrjið yfir bollurnar.

Skreytið að vild

Njótið og deilið að vild

(Uppskrift úr Fréttablaðinu 6.2.2016)

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa