March 07, 2020
Rjómabollur
Á bolludaginn elska íslendingar að raða í sig bollum með allskonar fyllingum,
sumir kjósa vatnsdeigsbollur og aðrir gömlu góðu gerbollurnar með sultu og rjóma.
Hérna er uppskrift af gerbollum!
100 gr smjör
3 dl mjólk
1/2 bréf þurrger
1 dl sykur
1/2 tsk.salt
1 egg
1/2 tsk.hjartarsalt
9 1/2 dl hveiti
Bræðið smjör i litlum potti, hellið mjólkinni út í og hitið upp í 37 gráður.
Hellið mjólkinni í skál og byrjið á að setja þurrger út í, síðan salt, sykur og egg og
hrærið saman í hrærivél. Blandið hjartarsaltið í hveitið sem þið setjið smátt og smátt úr í
skálina og hrærið vel á meðan. Stráið hveiti á borð og hnoðið deigið þar en setjið það svo í
skálina aftur, leggið hreint viskustykkir yfir og leyfið deiginu að lyfta sér í hálf tíma.
Hnoðið deigið nú aftur, mótið síðan bollurnar á milli handanna og raðið þeim á plötu.
Þar þurfa þær að lyfta sér vel í 20-30 mínútur.
Bakið þær við 200 gráður í miðjum ofni í 10 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en
þið skerið þær í tvennt, takið innan úr þeim og fyllið með rjóma og sultu.
Bræðið súkkulaði með 1 tsk. af olíu við mjög vægan hita yfir vatnsbaði
og smyrjið yfir bollurnar.
Njótið!
(Uppskrift úr Fréttablaðinu 6.2.2016)
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
February 05, 2023
January 29, 2023
December 11, 2022