Rjómabollur (ger)

March 07, 2020

Rjómabollur (ger)

Rjómabollur

Á bolludaginn elska íslendingar að raða í sig bollum með allskonar fyllingum,
sumir kjósa vatnsdeigsbollur og aðrir gömlu góðu gerbollurnar með sultu og rjóma.

Hérna er uppskrift af gerbollum!

100 gr smjör
3 dl mjólk
1/2 bréf þurrger
1 dl sykur
1/2 tsk.salt
1 egg
1/2 tsk.hjartarsalt
9 1/2 dl hveiti

Bræðið smjör i litlum potti, hellið mjólkinni út í og hitið upp í 37 gráður.
Hellið mjólkinni í skál og byrjið á að setja þurrger út í, síðan salt, sykur og egg og 
hrærið saman í hrærivél. Blandið hjartarsaltið í hveitið sem þið setjið smátt og smátt úr í 
skálina og hrærið vel á meðan. Stráið hveiti á borð og hnoðið deigið þar en setjið það svo í 
skálina aftur, leggið hreint viskustykkir yfir og leyfið deiginu að lyfta sér í hálf tíma.
Hnoðið deigið nú aftur, mótið síðan bollurnar á milli handanna og raðið þeim á plötu.
Þar þurfa þær að lyfta sér vel í 20-30 mínútur. 
Bakið þær við 200 gráður í miðjum ofni í 10 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en
þið skerið þær í tvennt, takið innan úr þeim og fyllið með rjóma og sultu.
Bræðið súkkulaði með 1 tsk. af olíu við mjög vægan hita yfir vatnsbaði
og smyrjið yfir bollurnar.

Njótið!

(Uppskrift úr Fréttablaðinu 6.2.2016)

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa

Ensk ávaxtakaka
Ensk ávaxtakaka

December 11, 2022

Ensk ávaxtakaka
Hérna höfum við fengið líka uppskrift af Enskri ávaxtaköku sem hún var til í að deila með okkur hún Jónína Ögn Jóhannesdóttir á síðunni Kökur & bakstur og bætist hún þá við Ensku jólakökuna.

Halda áfram að lesa