Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Ég studdist við uppskrift sem ég hafði fengið fyrir löngu síðan en þar var uppgefið hitastigið 1-1 1/2 sem hlýtur að hafa verið á gamalli eldavélahellu því ég fór að sjálfsögðu eftir þessu, vildi ekki branna skonsurnar og því tók þetta heljarinnar tíma, hátt í hálftíma hver og ein, ha ha en þær brunnu svo sannarlega ekki og hver og ein þeirra varð betri sem ég bakaði, svona eins og með pönnukökurnar.

Ég fékk ansi góðar ábendingar frá einni sem ég er afar þakklát fyrir og hún er að hækka hitann, ég geri það næst! Ég ætlaði að benda á að þessar væru þolinmæðisverk en, munið, hækka hitann.


Hefjum baksturinn

3 bollar Hveiti
3 stk egg
1/2 bolli sykur
6 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
5 dl mjólk
100 gr. Smjör brætt


Ég pískaði þessu öllu saman

Ég skipti deginu jafnt í glös til að skonsurnar yrðu nú örugglega jafn stórar

Síðan eru skonsurnar bakaðar á pönnukökupönnu eða á stærri pönnu eins og ég gerði en ég notaði flata pönnu sem ég á frá Salatmaster því ég vildi hafa skonsubrauðtertuna stóra og fallega.

Þurrefnunum og eggjum er hrært fyrst saman (m. písk eða í hrærivél) mjólkinni er bætt út í smátt og smátt og smjörinu. Síðan eru skonsurnar bakaðar á pönnukökupönnu við frekar lágan hita (1 til 1 1/2) á þessum gömlu en á nýjum eldavélum má alveg hækka hitann upp í 3-4, þið finnið út úr þessu eins og ég og verðið meistarar í næsta sinn.

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa

Sveita brauð!
Sveita brauð!

November 06, 2024

Sveita brauð
Ein sú allra einfaldasta eða með þeim einfaldari sem ég hef bakað. Ég ákvað að prufa að nota heilhveiti í staðinn fyrir hveitið og ég notaði súrmjólk, ca 4 dl og 1 dl af vatni og svo smellti ég hálfum dl af haframjöli saman við. Fínasta brauð. 

Halda áfram að lesa