Vatnsdeigsbollur

March 07, 2020

Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur
Þær komu eitthvað á eftir gerbollunum og urðu strax mikið vinsælli og í dag þá er hægt að útbúa þær með hinum ýmsu fyllingum, eiginlega bara það sem það sem þú vilt.

3 dl. vatn
150 gr. smjör
150 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
4 stk. egg

Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða og bætið svo hveitinu rólega út í þar til deigið er orðið sprungulaust.
Takið deigið af hitanum og látið kólna. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel saman við þar til deigið er 
orðið þétt og slétt.
Mótið bollurnar og setjið á bökunarpappír á bökunarplötunni með sprautupoka eða skeiðum.
Bakið við 200 °c í 15-20 mínútur 
Opnið ekki ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Látið bollurnar kólna áður en þær eru skreyttar með súkkulaðinu,
skerið þær svo í tvennt og fyllið með sultu, rjóma eða öðru spennandi.

Fylling
4 dl. rjómi
1 tsk. vanillusykur

Súkkulaðisósa
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl rjómi



Velkomið að deila...

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa

Kornflex kökur
Kornflex kökur

February 10, 2024

Kornflex kökur
Ein af þeim sígildu og allir elska í barnaafmælum og jafnvel fullorðins líka. Allir geta komið saman og gert þetta, alveg frá að verða 3.ára og upp úr eins og við fjölskyldan gerðum og höfðu gaman af.

Halda áfram að lesa