Vatnsdeigsbollur

March 07, 2020

Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur
Þær komu eitthvað á eftir gerbollunum og urðu strax mikið vinsælli og í dag þá er hægt að útbúa þær með hinum ýmsu fyllingum, eiginlega bara það sem það sem þú vilt.

3 dl. vatn
150 gr. smjör
150 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
4 stk. egg

Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða og bætið svo hveitinu rólega út í þar til deigið er orðið sprungulaust.
Takið deigið af hitanum og látið kólna. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel saman við þar til deigið er 
orðið þétt og slétt.
Mótið bollurnar og setjið á bökunarpappír á bökunarplötunni með sprautupoka eða skeiðum.
Bakið við 200 °c í 15-20 mínútur 
Opnið ekki ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Látið bollurnar kólna áður en þær eru skreyttar með súkkulaðinu,
skerið þær svo í tvennt og fyllið með sultu, rjóma eða öðru spennandi.

Fylling
4 dl. rjómi
1 tsk. vanillusykur

Súkkulaðisósa
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl rjómi



Velkomið að deila...

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa