Vatnsdeigsbollur

March 07, 2020

Vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur
Þær komu eitthvað á eftir gerbollunum og urðu strax mikið vinsælli og í dag þá er hægt að útbúa þær með hinum ýmsu fyllingum, eiginlega bara það sem það sem þú vilt.

3 dl. vatn
150 gr. smjör
150 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
4 stk. egg

Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða og bætið svo hveitinu rólega út í þar til deigið er orðið sprungulaust.
Takið deigið af hitanum og látið kólna. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel saman við þar til deigið er 
orðið þétt og slétt.
Mótið bollurnar og setjið á bökunarpappír á bökunarplötunni með sprautupoka eða skeiðum.
Bakið við 200 °c í 15-20 mínútur 
Opnið ekki ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Látið bollurnar kólna áður en þær eru skreyttar með súkkulaðinu,
skerið þær svo í tvennt og fyllið með sultu, rjóma eða öðru spennandi.

Fylling
4 dl. rjómi
1 tsk. vanillusykur

Súkkulaðisósa
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl rjómi

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook





Einnig í Bakstur

Hafrakex
Hafrakex

June 05, 2023

Hafrakex uppskrift frá honum Magnúsi Ólafssyni sem hann deildi með á Matarsíðu og gaf góðfúslegt leyfi til birtingar hérna.
Hjartans þakkir fyrir Magnús, virkilega flott uppskrift og vel útskýrð. 

Halda áfram að lesa

Kryddbrauð.
Kryddbrauð.

February 05, 2023

Kryddbrauð.
Smá krydd í tilveruna með ljúffengu Kryddbrauði, alltaf svo gott,,,

Halda áfram að lesa

Kókoskúlur
Kókoskúlur

January 29, 2023

Kókoskúlur
Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Halda áfram að lesa