March 07, 2020
Vatnsdeigsbollur
Þær komu eitthvað á eftir gerbollunum og urðu strax mikið vinsælli og í dag þá er hægt að útbúa þær með hinum ýmsu fyllingum, eiginlega bara það sem það sem þú vilt.
3 dl. vatn
150 gr. smjör
150 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
4 stk. egg
Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða og bætið svo hveitinu rólega út í þar til deigið er orðið sprungulaust.
Takið deigið af hitanum og látið kólna. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel saman við þar til deigið er
orðið þétt og slétt.
Mótið bollurnar og setjið á bökunarpappír á bökunarplötunni með sprautupoka eða skeiðum.
Bakið við 200 °c í 15-20 mínútur
Opnið ekki ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Látið bollurnar kólna áður en þær eru skreyttar með súkkulaðinu,
skerið þær svo í tvennt og fyllið með sultu, rjóma eða öðru spennandi.
Fylling
4 dl. rjómi
1 tsk. vanillusykur
Súkkulaðisósa
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl rjómi
Velkomið að deila...
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 09, 2024 2 Athugasemdir
November 06, 2024