Hunangsvalhnetu bananabrauð!

December 01, 2025

Hunangsvalhnetu bananabrauð!

Hunangsvalhnetu bananabrauð!
Skellti í þessa uppskrift lokssins núna en hún er búin að vera í uppskriftasafninu mínu í mörg ár og ég man ekkert hvaðan hún er komin en ljúffeng var hún.

Hráefni:
- 1 1/2 bollar heilhveiti
- 1/2 bolli rúllaðir hafrar
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 bolli hunang
- 2 egg
- 1 bolli maukaðir bananar
- 1/4 bolli saxaðar valhnetur

Hrærið saman þurrefnum, hunangi og eggjum, stappið bananana og bætið þeim saman við og blandið vel.



Setjið blönduna í bökunarmót. Ég ákvað  að setja mitt í svona kringlótt mót en hæglega er hægt að setja í brauðmót. Setjið inn í ofn á 180°c í um það bil 50 mínútur en stingið með prjóni í brauðið og takið stöðuna og ef prjóninn kemur blautur út þá má það vera örlítið lengur, ef þurr, þá er brauðið tilbúið.



Fallega skorið niður


Og dásamlega gott ilvolgt með smjöri og osti. Daginn eftir og þar á eftir þá sker ég niður sneið og set í brauðristina og þá verður það eins og glænýtt. Brauðið má líka skera niður í sneiðar og frysta. 

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.


Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á 
facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Heimabakaðar skonsur!
Heimabakaðar skonsur!

October 18, 2025

Heimabakaðar skonsur!
Ég skellti mér í bakstur á skonsum loksins þar sem ég var að fara gera Skonsubrauðtertu með hangikjöti. Loksins segi ég nú bara en hún hafði verið á listanum mínum lengi.

Halda áfram að lesa

Helvítis JÓLA lagtertan!
Helvítis JÓLA lagtertan!

December 16, 2024

Helvítis JÓLA lagtertan!
Hérna er á ferðinni ansi skemmtileg útfærsla af Lagtertunni frá Helvítis kokkinum en í hana notar hann Helvítis eldpiparsultuna og ég er búin að smakka hana og hún er bara Helvíti góð!

Halda áfram að lesa

Tebollur
Tebollur

November 09, 2024 2 Athugasemdir

Tebollur 
Einfaldar og góðar hvort heldur með rúsínum eða súkkulaðibitum sem má líka alveg sleppa og setja eitthvað annað saman við en sú sígilda og upphaflega uppskrift var alltaf með rúsínum.

Halda áfram að lesa