Graflaxsósur

December 26, 2020 2 Athugasemdir

Graflaxsósur

Graflaxsósa 1
Hérna má finna tvær uppskriftir af graflaxsósu en sjá má að önnur þeirra er með sýrðum rjóma og sírópi á meðan hin er með þeyttum rjóma og hunangi, áhugaverð tvist.

200 gr majones
1 msk sinnep
2-3 msk sýrður rjómi
1-2 tsk dill
2 msk síróp
salt og pipar eftir smekk

Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma, blandið sinnepi, sírópi og dilli saman við. Kryddið eftir smekk.

Graflaxsósa 2
250 gr majones
1 msk sinnep
1 msk hunang
1 tsk dill
salt og pipar
sósulitur ef vill
2-3 msk þeyttur rjómi

Sama aðferð og að ofan.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




2 Svör

Ingunn Mjöll
Ingunn Mjöll

May 03, 2025

Hjartans þakkir kæra Aðalheiður, alltaf gaman að heyra að þær nýtist vel og að fólk hafi ánægju af þeim.

Mínar bestu kveðjur
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll

Aðalheiður
Aðalheiður

May 03, 2025

Uppskriftir frá ykkur eru góðar og ég nota þær mér og mínum til ánægju

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Sósur

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Toro bearnaise sósa með rækjum!

January 24, 2025

Toro bearnaise sósa með rækjum!
Oftar en ekki kýs ég einfaldleikann en þó alltaf með einhverju tvisti eftir mínum hætti en ég lít á tilbúna sósugrunna sem kryddið í hvaða sósu sem er og þar er af mörgum að velja. Hérna bæti ég saman við rækjum og eggjarauðu og úr verður æðisleg sósa.

Halda áfram að lesa

Uppstúfur - Hvít sósa
Uppstúfur - Hvít sósa

November 21, 2024

Uppstúfur - Hvít sósa
Þessi hentar ljómandi vel með hangikjötinu og í tartelettur sem góður grunnur og er einfaldara að gera en margur heldur. 

Halda áfram að lesa

Spínat-pestó
Spínat-pestó

June 27, 2024

Spínat-pestó
Ein af þessum einstaklega einföldu og góðu uppskriftum sem maður vill oft mikla fyrir sér. Hentar vel á brauð, á fisk, í pastað ofl sem hugurinn girnist.

Halda áfram að lesa