December 26, 2020
Graflaxsósa 1
Hérna má finna tvær uppskriftir af graflaxsósu en sjá má að önnur þeirra er með sýrðum rjóma og sírópi á meðan hin er með þeyttum rjóma og hunangi, áhugaverð tvist.
200 gr majones
1 msk sinnep
2-3 msk sýrður rjómi
1-2 tsk dill
2 msk síróp
salt og pipar eftir smekk
Hrærið saman majonesi og sýrðum rjóma, blandið sinnepi, sírópi og dilli saman við. Kryddið eftir smekk.
Graflaxsósa 2
250 gr majones
1 msk sinnep
1 msk hunang
1 tsk dill
salt og pipar
sósulitur ef vill
2-3 msk þeyttur rjómi
Sama aðferð og að ofan.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 21, 2024
June 27, 2024
April 26, 2024