Vorrúllur thailenskar

March 27, 2020

Vorrúllur thailenskar

Vorrúllur thailenskar 50-60 stk.
Þessa uppskift fékk ég fyrir mörgum árum síðan hjá vinkonu og var hún oft gerð hérna á árum áður og nú þarf maður heldur betur að fara smella í eina uppskrift eða tvær og eiga í frystinum, flott fyrir hagsýna

1.kíló svínahakk (má alveg nota annað hráefni að eigin vali)
1/2 haus af hvítkáli
2 stilkar af sellerí
3-4 gulrætur
2-3 laukar
1 hvítlaukur
1 tsk þriðja kryddið (ef það er þá til ennþá)
garlic powder og garlic salt blandað saman eftir smekk
50-60 plötur af fíló degi (finnur það í frysti í flestum búðum)
eggjahvíta til að loka rúllunum

Steikið kjötið, nota má smá olíu en kjötsafinn sér alveg um vökvann líka.
Saxið allt hráefnið smátt niður og bætið út í pottinn með kjötinu og kryddið svo eftir smekk. Gott er að leyfa þessu að malla í alveg klukkutíma til tvo og svo látið kólna smá stund áður en það er sett í fíló degið, rúllið upp og pennslið með eggjahvítunni til að loka rúllunum.

Þetta má djúpsteikja, steikja á pönnu eða setja inn í ofn og berið svo fram með hrísgjónum og súrsætri sósu.

Ath. að það má frysta rúllurnar og það er gott að frysta í þeim skömmtum sem þið teljið ykkur nota í hvert sinn.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Steikarloka!
Steikarloka!

July 12, 2025

Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!

Halda áfram að lesa

Enchilada með risarækjum!
Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

Halda áfram að lesa

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa