Veisluspjót

May 20, 2023

Veisluspjót

Veisluspjót
Alltaf gaman að útbúa sjálf/ur matinn í veisluna ef maður hefur tíma og getur það. Gæti meira segja verið gaman að hóa saman fjölskyldunni eða vinunum og útbúa svona saman og njóta þess svo að borða saman.

Hérna eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera t.d.

Sjávarréttaspjót

Léttsteikið túnfisk, skerið i hæfilega bita og marinerið í soja, ferskum hvítlauk, ólífuolíu og saxaðri steinselju.

Risa hörpuskel er léttsteikt á pönnu skorin í tvo bita ef þurfa þykir, krydduð með grófum pipar, límesafa og rifnum limeberki í ólívuolíu, salti og saxaðri steinselju. 

Tiger-rækja er soðin og marineruð í olífuolíu, söxuðu dilli og smá hvítvíni og salti.

Humar er steiktur í ofni, kryddaður með hvítlaukssmjöri, smá hvítlauk og steinselju.

Dádýr, lamb eða nautakjöt steikt létt í ofni, kælt og skorið í sneiðar, marinerað m/teriyaki-sósu og rúllað upp.

Lambaspjót
Lambalund er velt upp úr teriaky-sósu í klukkutíma, sett upp á spjót og steikt í ofni í níu mínútur á 190°c.

Kjúklingaspjót:
Kjúklingalundir marineraðar í olíu og tandooríkryddi í klukkutíma, þræddar á spjót og steiktar í ofni í níu mínútur við 190°c.

Sósur:
Sýrður rjómi, rifinn limebörkur og sítrónupipar 



Deilið með gleði...

Ljósmyndir:Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa