Veisluspjót

May 20, 2023

Veisluspjót

Veisluspjót
Alltaf gaman að útbúa sjálf/ur matinn í veisluna ef maður hefur tíma og getur það. Gæti meira segja verið gaman að hóa saman fjölskyldunni eða vinunum og útbúa svona saman og njóta þess svo að borða saman.

Hérna eru nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera t.d.

Sjávarréttaspjót

Léttsteikið túnfisk, skerið i hæfilega bita og marinerið í soja, ferskum hvítlauk, ólífuolíu og saxaðri steinselju.

Risa hörpuskel er léttsteikt á pönnu skorin í tvo bita ef þurfa þykir, krydduð með grófum pipar, límesafa og rifnum limeberki í ólívuolíu, salti og saxaðri steinselju. 

Tiger-rækja er soðin og marineruð í olífuolíu, söxuðu dilli og smá hvítvíni og salti.

Humar er steiktur í ofni, kryddaður með hvítlaukssmjöri, smá hvítlauk og steinselju.

Dádýr, lamb eða nautakjöt steikt létt í ofni, kælt og skorið í sneiðar, marinerað m/teriyaki-sósu og rúllað upp.

Lambaspjót
Lambalund er velt upp úr teriaky-sósu í klukkutíma, sett upp á spjót og steikt í ofni í níu mínútur á 190°c.

Kjúklingaspjót:
Kjúklingalundir marineraðar í olíu og tandooríkryddi í klukkutíma, þræddar á spjót og steiktar í ofni í níu mínútur við 190°c.

Sósur:
Sýrður rjómi, rifinn limebörkur og sítrónupipar Deilið með gleði...

Ljósmyndir:Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Smáréttir

Fyllt kryddbrauð með bollum
Fyllt kryddbrauð með bollum

November 28, 2023

Fyllt kryddbrauð með kjötbollum
Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað

Halda áfram að lesa

Tartalettur með tígrisrækjum
Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

Halda áfram að lesa

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa