Vefju pizza og Taco skelja partý

December 11, 2022

Vefju pizza og Taco skelja partý

Vefju pizza og Taco skelja partý 
Fyrir stuttu síðan þá var ég með syni, tengdadætur og barnabarn í mat og ákvað að hafa vefjupizzur og taco skeljar í matinn með nautahakki og meðlæti allsskonar.

Ég var með nýrnabaunir, mosarella ost, salsa sósu, tómata, gúrku, papriku og sýrðan rjóma, ásamt 1 kílói af nautahakki sem ég kryddaði með Taco kryddinu sem fylgdi með Taco pakkanum, ásamt taco skeljunum og torillum.

Hver og einn valdi sér sitt og hitaði svo í Air fryer sína veislu og var þetta mjög gott og gaman.

Eftir var mikill matur og ég sá fyrir mér að ég væri að borða þetta næstu vikuna og eftir að hafa verið búin að fá mér einu sinni vefjupizzu einu sinni að gera vefju þá ákvað ég að hella allri sósunni í pott, blandaði hakkinu, baununum og því sem eftir var af öðru og bætti smá saman við af blaðlauk og tómötum og fyllti í 6 stórar Gulrótarvefjur sem ég hafði keypt í Bónus Spöng, pakkaði hverri og einni inn í álpappír og svo öllum saman í frystipoka og frysti og núna á ég í matinn í 6 skipti í viðbót, hversu mikil snilld er það 🥳

Ég ákvað að setja þetta bara allt svo saman í uppskrift til að eiga og gefa öðrum hugmyndir á síðunni síðar meir og vonandi kemur það sér að góðum notuð.

Hérna má sjá eina útgáfuna

Hérna er önnur

Taco skel

Þessi var svo ein af þeim sem ég gerði úr afgöngum og þá bætti ég við nachos og ostasósu ofaná.

Annan dag var ég með vefju í matinn

Restina setti ég alla saman í pott og bætti aukalega saman við blaðlauk og tómötum og setti svo í 6.stk vefjur


Ég notaði þessar en hver og einn getur valið sér sína tegund.

Og svo fyllti ég hverja og eina, pakkaði saman og setti inní álpappír og svo allar saman í frystipoka til geymslu og tek svo út eina og eina og skelli í Air fryerinn, snilldin ein og máltíðirnar orðnar ansi margar fyrir mig!


Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa