Túnfisk tortilla

May 30, 2024

Túnfisk tortilla

Túnfisk tortilla
Einstaklega ljúffeng og skemmtileg tilbreyting að nota túnfisk í staðinn fyrir þetta hefðbundna eins og kjúkling og nautahakk. Núna er bara að prufa sig áfram í fleirri útfærslum. En ég mæli virkilega með þessari, hún var mjög góð.

1 dós af túnfisk með vatni
1/2 dós (ca 150 gr) maizkorn
1-2 dl af Heinz majonesi
6-8 litlir tómatar, smátt skornir
1-2 lúkur af spínatsalati frá Lambaga
1-2 dl mosarella ostur
Tortillur litlar/stórar (ég notaði 5 litlar og setti 1 1/2 í frystinn til að eiga síðar)

Fyrir fleirri þá er bara að stækka uppskriftina.

Setjið tortillu á pönnu og kveikið undir með vægum hita og stráið ostinum yfir

Hrærið saman majonesi, túnfisk og maiz og setjið ofan á ostinn

Bætið svo tómatinum þar ofan á

Síðan spínatinu

Og að lokum smá af ostinum þar ofan á og lokið með annarri tortillu. Passið að hafa lágan hita svo að það brenni ekki og fylgist vel með. Snúið henni svo við og hitið áfram þar til tortillan er orðin gullinbrún og osturinn hefur bráðnar.

Berið hana fram heila

Eða skerið hana í tvennt og njótið vel. Hægt er að bera fram salat eða nachos.

Ég pakkaði svo inn þessum auka í álpappír og frystipoka og á þar til síðar. Hagsýna húsmóðirin alltaf.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa