July 21, 2023
Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.
2 pk af Tartalettum
1 pk af Tígrisrækjum
1 dós grænn aspas
1/2 lítri af matreiðslurjóma
200-300 gr af Rækjurjómaosti
1 gul paprika
Blaðlaukur, niðurskorinn, eftir smekk
Salt og pipar úr kvörn
1 tsk af papriku kryddi
Mosarella ostur
Maizena mjöl
1 grænmetisteningur
Setjið rjómann í pott og hitið ásamt grænmetisteninginum. Skerið paprikuna niður í bita og blaðlaukinn og bætið saman við. Kryddið með salti, pipar og papriku. Bætið síðan aspasinum saman við og smá af soðinu og þykkið síðan smá með maizena mjölinu. Skerið risarækjurnar í tvennt og bætið þeim út í síðast og blandið vel saman.





Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.