Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

2 pk af Tartalettum
1 pk af Tígrisrækjum
1 dós grænn aspas
1/2 lítri af matreiðslurjóma
200-300 gr af Rækjurjómaosti
1 gul paprika
Blaðlaukur, niðurskorinn, eftir smekk
Salt og pipar úr kvörn
1 tsk af papriku kryddi
Mosarella ostur
Maizena mjöl
1 grænmetisteningur

Setjið rjómann í pott og hitið ásamt grænmetisteninginum. Skerið paprikuna niður í bita og blaðlaukinn og bætið saman við. Kryddið með salti, pipar og papriku. Bætið síðan aspasinum saman við og smá af soðinu og þykkið síðan smá með maizena mjölinu. Skerið risarækjurnar í tvennt og bætið þeim út í síðast og blandið vel saman.Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Smáréttir

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa

Heitar brieostasnittur
Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Halda áfram að lesa

Bóndasamloka!
Bóndasamloka!

July 13, 2023

Bóndasamloka!
Grilluð samloka með rjómaosti, tómötum og mosarella osti sem er bæði mjög fljótlegt að útbúa og einstaklega góð.

Halda áfram að lesa