Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

2 pk af Tartalettum
1 pk af Tígrisrækjum
1 dós grænn aspas
1/2 lítri af matreiðslurjóma
200-300 gr af Rækjurjómaosti
1 gul paprika
Blaðlaukur, niðurskorinn, eftir smekk
Salt og pipar úr kvörn
1 tsk af papriku kryddi
Mosarella ostur
Maizena mjöl
1 grænmetisteningur

Setjið rjómann í pott og hitið ásamt grænmetisteninginum. Skerið paprikuna niður í bita og blaðlaukinn og bætið saman við. Kryddið með salti, pipar og papriku. Bætið síðan aspasinum saman við og smá af soðinu og þykkið síðan smá með maizena mjölinu. Skerið risarækjurnar í tvennt og bætið þeim út í síðast og blandið vel saman.



Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Steikarloka!
Steikarloka!

July 12, 2025

Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!

Halda áfram að lesa

Enchilada með risarækjum!
Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

Halda áfram að lesa

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa