Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

2 pk af Tartalettum
1 pk af Tígrisrækjum
1 dós grænn aspas
1/2 lítri af matreiðslurjóma
200-300 gr af Rækjurjómaosti
1 gul paprika
Blaðlaukur, niðurskorinn, eftir smekk
Salt og pipar úr kvörn
1 tsk af papriku kryddi
Mosarella ostur
Maizena mjöl
1 grænmetisteningur

Setjið rjómann í pott og hitið ásamt grænmetisteninginum. Skerið paprikuna niður í bita og blaðlaukinn og bætið saman við. Kryddið með salti, pipar og papriku. Bætið síðan aspasinum saman við og smá af soðinu og þykkið síðan smá með maizena mjölinu. Skerið risarækjurnar í tvennt og bætið þeim út í síðast og blandið vel saman.Uppskrift & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is

 

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Smáréttir

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa

Saltfisks eggjakaka
Saltfisks eggjakaka

June 03, 2024

Saltfisks eggjakaka
Það vantar ekki hugmyndaflugið á þessum bæ eða öllu heldur hjá mér þegar kemur að matar samsetningum og að nýta afganga. Hérna hafði ég verslað mér 1.stk af útvötnuðum saltfisk í Hafinu og borið fram soðið með smjöri.

Halda áfram að lesa