February 14, 2020
Tartalettur með hangikjöti.
Þegar það er afgangur af hangikjöti á heimilinu þá er skellt í tartalettur, það er jafnvel eldað extra bara til þess að geta útbúið þær til, svo góðar eru þær!
1 pk. Tartalettur
400 gr afgangur af hangikjöti sem skorið er í litla bita
½ pk.frosnar grænar baunir eða dós
má líka nota afgang af kartöflunum með
Jafningur
2 msk. Smjör
4 msk. Hveiti
½ l mjólk
Jurtasalt og hvítur pipar
Búið til hvítan jafning og látið hann sjóða í nokkrar mínútur.
Hafið hann í þykkri kantinum og bætið niður skornu hangikjötinu og soðnum grænum baunum út í hann.
Smakkið jafninginn til. Hitið tartaletturnar í ofni í nokkrar mínútur áður en þið fyllið þær með hangikjötsjafningnum.
Tartalettur eru líka góðar með afgöngum af fuglakjöti (t.d.rjúpum,
kalkún, öndum, kjúklingi eða gæs)
Notið sósuna sem afgangs er frá hátíðarmatnum,
hafið hana frekar þykka, bætið steiktum sveppum út í hana ásamt niðurskornum fuglakjötinu og berið fram í tartalettum.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.
March 18, 2025
Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.
March 11, 2025