Tartalettu uppskriftirHérna er samansafn af ljúffengum tartalettu uppskriftum sem ég fékk sendar til að deila með ykkur. Hérna ættu allir að finna eitthvað sér við hæfi. Mér líst vel á þær allar og mun prufa þær eina af annarri.
Tartalettur m/ skinku og sveppum 1 Brie m/gráðostarönd
1 rauð paprika
1/2 dós sveppir
200 g skinka
1 peli kaffirjómi
Allt sett í pott og jafnað með sósujafnara sett í tartalettur og hitað.
Borið fram með sultu. Dugar í 10-15 tartalettur.
Tartalettur m/ skinku og aspas 1 dós sveppir
1 dós sveppaostur
1 dós aspas
200 g skinka
Osturinn hitaður í potti og þynnt með hluta af aspassafanum.
Restinni bætt út í og sett í tartaletturnar, gott að setja örlítinn rifinn ost ofan á (má samt sleppa).
Tartalettur m/ pepperóní og gráðosti 1/2 pk. pepperoní skorið í bita
1 box sveppir
1 lítill gráðostur
1 box sýrður rjómi rjómi, ef þarf að þynna rifinn ostur
Skerið sveppina í sneiðar og steikið þá.
Hrærið saman osti og sýrðum rjóma. Setjið sveppina og pepperoníið saman við og þynnið með rjóma ef þarf. Sett í tartaletturnar og rifinn ostur settur ofan á.
Tartalettur m/ hamborgarhrygg 1 peli rjómi
1 dós grænn aspas
1 tsk. grænmetiskraftur
2-3 msk. sósujafnari
Hamborgarahryggur eða skinku tartalettur