Tartalettu uppskriftir

December 17, 2023

Tartalettu uppskriftir

Tartalettu uppskriftir
Hérna er samansafn af ljúffengum tartalettu uppskriftum sem ég fékk sendar til að deila með ykkur. Hérna ættu allir að finna eitthvað sér við hæfi. Mér líst vel á þær allar og mun prufa þær eina af annarri.

Tartalettur m/ skinku og sveppum

1 Brie m/gráðostarönd
1 rauð paprika
1/2 dós sveppir
200 g skinka
1 peli kaffirjómi

Allt sett í pott og jafnað með sósujafnara sett í tartalettur og hitað.
Borið fram með sultu. Dugar í 10-15 tartalettur.

Tartalettur m/ skinku og aspas

1 dós sveppir
1 dós sveppaostur
1 dós aspas
200 g skinka

Osturinn hitaður í potti og þynnt með hluta af aspassafanum.
Restinni bætt út í og sett í tartaletturnar, gott að setja örlítinn rifinn ost ofan á (má samt sleppa).

Tartalettur m/ pepperóní og gráðosti

1/2 pk. pepperoní skorið í bita
1 box sveppir
1 lítill gráðostur
1 box sýrður rjómi rjómi, ef þarf að þynna rifinn ostur

Skerið sveppina í sneiðar og steikið þá.
Hrærið saman osti og sýrðum rjóma. Setjið sveppina og pepperoníið saman við og þynnið með rjóma ef þarf. Sett í tartaletturnar og rifinn ostur settur ofan á.

Tartalettur m/ hamborgarhrygg

1 peli rjómi
1 dós grænn aspas
1 tsk. grænmetiskraftur
2-3 msk. sósujafnari

Hamborgarahryggur eða skinku tartalettur

Rjómi og aspassoð hitað saman og krafturinn settur út í og suðan látin koma upp. Aspasbitum og kjöti skellt út í og látið hitna vel í gegn. Sósujafnari settur út í.
Sett í tartalettur og borið fram með afgöngunum af meðlætinu frá deginum áður.

Tartalettur m/ hamborgarhrygg 2

250 g sveppir úr dós
250 g skinka eða afgangur af hamborgarhrygg
1 peli rjómi
50 g smjörlíki
2 stórar msk. hveiti
salt pipar
sítrónusafi úr belg
tartalettur

Smjörbolla gerð smjörlíki + hveiti, síðan er rjóminn og soðið af sveppunum sett saman við og látið sjóða saman. Bragðbætt með salti, pipar og sítrónusafanum. Skinkan skorin í bita og henni og sveppunum bætt út í jafninginn. Sett í tartalettur.
Fleiri uppskriftir

1 askja sveppaostur
1 dós grænn aspas
4 sneiðar skinka brytjuð

Ostur og skinka og aspas sett í skál og hrært vel saman.
Setja ef til vill smá soð af aspas. Sett í tartalettur og hitað í ofni þar til orðið vel heitt í gegn.

Á að duga í 10 tartalettur.

Gráðostatartalettur

1 Brie m/gráðostarönd
1 rauð paprika
1/2 dós sveppir
200 gr skinka
1 peli kaffirjómi

Allt sett í pott og jafnað með sósujafnara sett í tartalettur.
Hitað í ofni þar til orðið heitt í gegn.
Borið fram með sultu.

Á að duga í 10-15 tartalettur.

Tartalettur
100 g rjómaostur
2 msk. majónes
2 egg
½ tsk. aromat krydd
½ tsk. seson all
½ tsk. karrý
200 g skinka
1 bolli soðin hrísgrjón
3 msk. aspas
3 msk. ananaskurl

Aðferð: Öllu hrært saman og sett í tartalettur, rifinn ostur settur yfir og gott að strá smá Season all yfir. Sett í ofn við 150° í 10 mínútur.
Tartalettur með aspas og rækjum
Þær eru margar hefðirnar um jólin og mismunandi eftir fjölskyldum. Mörgum þykir ómissandi að fá tartalettur í forrétt og hafa jafnvel fylgt þessari uppskrift hér árum og áratugum saman. Þessi uppskrift dugar í 40 tartalettur eða svo:

3 pelar af rjóma
5 dósir af gænum spergilbitum (aspas)
1 dós sveppabitar
½ kg úthafsrækjur
smjör
hveiti
tartalettu form
Gerð er smjörbolla úr hveitinu og smjörinu og síðan hrærð út með rjómanum og safanum af spergilbitunum uns sósan er hæfilega þykk. Þá er spergilbitunum og sveppabitunum bætt útí (safinn af sveppunum er ekki notaður) og allt hitað hægt og hrært varlega í þar til suðan kemur upp. Þá er potturinn tekinn af hellunni og rækjunum blandað út í og síðan látið standa í 30 mínútur undir loki.
Rétturinn er síðan settur í formin og hitaður við ca. 120º í nokkrar mínútur áður hann er borinn á borð. — Sveppunum má sleppa ef svo ber undir; ætla má 2-3 tartalettur á mann. Uppskriftin dugir fyrir 10-15 manns en óhætt að gera ríflegri skammt og geyma í kæli í 1-2 daga og grípa til og hita upp eftir þörfum þegar svengdin segir til sín.

Velkomið að deila áfram, hjartans þakkir fyrir það.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa