Smurrebrod

October 31, 2022

Smurrebrod

Smurrebrod

Ég elska smurt brauð, það gerir hann pabbi minn líka enda hann sem kom mér uppá það. Það var mjög vinsælt að panta smurt brauð á Smurbrauðsstofunni Björninn sem var staðsett á Njálsgötunni hér á árum áður og uppáhaldið okkar pabba var að kaupa okkur Landgang! Já hvað var nú það, Landgangur, jú þetta voru 3 brauðsneiðar lagðar í rönd (landgang) og þú gast valið 3 mismunandi tegunir, uppáhaldið okkar pabba var hangikjöt, rækjur og rostbeef og skiptum við þessu svo á milli okkar, hálf á mann. 

Þegar ég var komin með bílpróf þá sendir pabbi mig að sækja Landgang handa okkur og ég panta þegar komið var á staðinn, því það var alltaf smurt á staðnum en þá vildi svo til að það voru nýjir eigendur að mig minnir og starfstúlkan hafði aldrei heyrt minnst á þennan fræga Landgang en ég útskýrði fyrir henni hvernig þetta væri og hún sagði það nú lítið mál að redda þessu fyrir okkur og kemur svo að vörmu spori með herlegheitin, ja nema þetta var ekki alveg eins og ég hafði útskýrt fyrir henni og hafði hún smurt hverja fyrir sig og svo staflaði hún bara hverri ofan á aðra, haha, já blessaður Landgangurinn!

En hérna koma uppskriftir af nokkrum smurbrauðum.

Rækjur.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Rækjum raðað á brauðið (það á ekki að sjást í brauðið).
Skreytt með majones, sítrónu, kavíar, tómötum og steinselju.

Reyktur lax.
Fransbrauð skorið undan hringlaga móti, smurt með smjöri eða majones.
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og settur þannig á sneiðina að hann rísi upp í miðjunni og passað að hann hylji brauðið.
Skreytt með hrærðu eggi, aspas, tómötum, ólífum, steinselju, dilli og papriku.

Hangikjöt
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt,
kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferning, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ítölskusalati, ca. 1 tsk. á hverja sneið, gúrkusneiðum, gulrótum, tómötum, sveskjum, vínberjum, aspas, mandarínubátum, harðsoðnu eggi og steinselju.

Skinka
Heilhveiti- eða maltbrauð sem búið er að fjarlægja skorpuna af er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga,
síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með ávaxtasalati, ítölskusalati, ananas, koktelberjum, smáttskornum ávöxtum, gúrku, steinselju og sveskju

Roastbeef 
Maltbrauð er smurt, kjötsneiðum er raðað ofan á og skorið í ferninga, síðan í tvennt þannig að myndi þríhyrning.
Skreytt með remolaði, steiktum lauk, tómat, ferskju, sýrðri agúrku, papriku, sveskjum, svörtum ólífum og steinselju.

Síld 
Hveiti- heilhveiti- eða maltbrauð, er smurt eggjasneiðum raðað ofan á,
skreytt með síld (marenaðri- eða kryddsíld), agúrku, tómötum, ólífum, steinselju og dilli.

Uppskriftir frá Gulla 

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Steikarloka!
Steikarloka!

July 12, 2025

Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!

Halda áfram að lesa

Enchilada með risarækjum!
Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

Halda áfram að lesa

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa