Saltfisks eggjakaka

June 03, 2024

Saltfisks eggjakaka

Saltfisks eggjakaka
Það vantar ekki hugmyndaflugið á þessum bæ eða öllu heldur hjá mér þegar kemur að matar samsetningum og að nýta afganga. Hérna hafði ég verslað mér 1.stk af útvötnuðum saltfisk í Hafinu og borið fram soðið með smjöri og rúgbrauði og þar sem stk var þokkalega stórt þá var afgangur af því og kartöflunum og þá var um að gera að nýta það daginn eftir og úr varð þessi ljúffenga omeletta.

2 egg
Afgangur af fisk og kartöflum
Smá tómatar, skornir niður
Spínat*
Salt og pipar
Mosarella ostur


Hrærið saman eggjunum, skerið niður fisk og kartöflur, tómata og spínat og bætið saman við.

Setjið smjör/smjörlíki á pönnuna og hellið blöndunni út á og látið malla á vægum hita svo að eggjkakan brenni ekki við.

Bætið að síðustu ostinum yfir, saltið og piprið að ykkar smekk og lokið eggjakökunni.

Með eggjakökunni var ég með rúgbrauð sem að þessu sinni ég prufaði að setja í brauðristina og bera fram ilvolgt með smjöri. Ef þið hafið ekki prufað það, þá mæli ég svo sannarlega með því að þið prufið það.

Já og ekki má gleyma ís jökul kalda vatninu með, hressir og kætir með klökum í fallegu glasi og með glerröri frá Heimaskipulag.is

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa