Rjómaosta gums með kjúkling

June 02, 2021

Rjómaosta gums með kjúkling

Rjómaosta gums með kjúkling
Margir þekkja rjómaostagumsið og þykir það gott en hérna hef ég bætt saman við það kjúklinginum sem gerir þetta alveg af góðri máltíð.

Skerið niður ca 2 kjúklingabringur og steikið á pönnu, kryddið með Burritos kryddi eða öðru sambærilegu.

Smyrjið eldfast mót með Rjómasmurostinum í bláu dósunum. Dósin er 400 gr, notið eins og þið teljið passa í ykkar mót, ca 1-2 cm eftir smekk, ég vil t.d mikið af ostinum. 

Bætið svo við eins og einni krukku af salsa sósu medíum sterka eða eftir
smekk og stráið svo mosarellaosti ofaná.

Bætið svo steiktum kjúklingabitunum ofan á og smá Nacos og setjið inn í
ofn þar til osturinn hefur náð að bráðna.


Dýfið svo í með nacos og njótið.

Deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa