June 02, 2021
Rjómaosta gums með kjúkling
Margir þekkja rjómaostagumsið og þykir það gott en hérna hef ég bætt saman við það kjúklinginum sem gerir þetta alveg af góðri máltíð.
Skerið niður ca 2 kjúklingabringur og steikið á pönnu, kryddið með Burritos kryddi eða öðru sambærilegu.
Smyrjið eldfast mót með Rjómasmurostinum í bláu dósunum. Dósin er 400 gr, notið eins og þið teljið passa í ykkar mót, ca 1-2 cm eftir smekk, ég vil t.d mikið af ostinum.
Bætið svo við eins og einni krukku af salsa sósu medíum sterka eða eftir
smekk og stráið svo mosarellaosti ofaná.
Bætið svo steiktum kjúklingabitunum ofan á og smá Nacos og setjið inn í
ofn þar til osturinn hefur náð að bráðna.
Dýfið svo í með nacos og njótið.
Deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.
March 18, 2025
Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.
March 11, 2025