March 09, 2020
Rækjur GAMBAS PIL PIL
Þessi er svo vinsæll úti á Spáni og góður og ég fæ mér svoleiðis í hvert sinn sem ég fer erlendis en það er minnsta mál að gera hann líka sjálfur heima.Spánskur rækjuréttur
500 gr rækjur
4 hvítlaukar gróft saxaðir
1 stk rauður chili pipar smátt saxaður
2-3 msk steinselja söxuð
ólífuolía
Blandið saman rækjum, hvítlauk, chili pipar og steinselju og skiptið í sex eldfastar skálar eða eina stóra,
hellið 2-3 msk af olífuolíu yfir blönduna í hverri skál og bakið í 230°C heitum ofni þar til rétturinn er farinn að taka lit.
Berið fram með góðu brauði.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 20, 2025
Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.
March 18, 2025
Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.
March 11, 2025