Rækjur GAMBAS PIL PIL

March 09, 2020

Rækjur GAMBAS PIL PIL

Rækjur GAMBAS PIL PIL
Þessi er svo vinsæll úti á Spáni og góður og ég fæ mér svoleiðis í hvert sinn sem ég fer erlendis en það er minnsta mál að gera hann líka sjálfur heima.
Spánskur rækjuréttur

500 gr rækjur
4 hvítlaukar gróft saxaðir
1 stk rauður chili pipar smátt saxaður
2-3 msk steinselja söxuð
ólífuolía

Blandið saman rækjum, hvítlauk, chili pipar og steinselju og skiptið í sex eldfastar  skálar eða eina stóra,
hellið 2-3 msk af olífuolíu yfir blönduna í hverri skál og bakið í 230°C heitum ofni þar til rétturinn er farinn að taka lit.

Berið fram með góðu brauði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Veisluspjót
Veisluspjót

May 20, 2023

Veisluspjót
Alltaf gaman að útbúa sjálf/ur matinn í veisluna ef maður hefur tíma og getur það. Gæti meira segja verið gaman að hóa saman fjölskyldunni eða vinunum og útbúa svona saman og njóta þess svo að borða saman.

Halda áfram að lesa

Snittur með hrognum
Snittur með hrognum

February 01, 2023

Snittur með hrognum
Ég var með afgang af hrognum og ákvað því að útbúa mér veislu máltíð daginn eftir úr þeim og útkoman var hreint út sagt frábær, Næst kaupi ég þau bara og útbý svona snittur beint og bíð upp á!

Halda áfram að lesa

Hangikjöts tartalettur
Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Halda áfram að lesa