March 09, 2020
Rækjur GAMBAS PIL PIL
Þessi er svo vinsæll úti á Spáni og góður og ég fæ mér svoleiðis í hvert sinn sem ég fer erlendis en það er minnsta mál að gera hann líka sjálfur heima.Spánskur rækjuréttur
500 gr rækjur
4 hvítlaukar gróft saxaðir
1 stk rauður chili pipar smátt saxaður
2-3 msk steinselja söxuð
ólífuolía
Blandið saman rækjum, hvítlauk, chili pipar og steinselju og skiptið í sex eldfastar skálar eða eina stóra,
hellið 2-3 msk af olífuolíu yfir blönduna í hverri skál og bakið í 230°C heitum ofni þar til rétturinn er farinn að taka lit.
Berið fram með góðu brauði.
December 26, 2020
November 13, 2020
November 03, 2020