March 09, 2020
Rækjur GAMBAS PIL PIL
Þessi er svo vinsæll úti á Spáni og góður og ég fæ mér svoleiðis í hvert sinn sem ég fer erlendis en það er minnsta mál að gera hann líka sjálfur heima.Spánskur rækjuréttur
500 gr rækjur
4 hvítlaukar gróft saxaðir
1 stk rauður chili pipar smátt saxaður
2-3 msk steinselja söxuð
ólífuolía
Blandið saman rækjum, hvítlauk, chili pipar og steinselju og skiptið í sex eldfastar skálar eða eina stóra,
hellið 2-3 msk af olífuolíu yfir blönduna í hverri skál og bakið í 230°C heitum ofni þar til rétturinn er farinn að taka lit.
Berið fram með góðu brauði.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.