Ostakúlu dúndur Sessý!

February 12, 2020

Ostakúlu dúndur Sessý!

Ostakúlu dúndur Sessý!

Fór í yndislegt afmæli um daginn, söngur, dans, glens og grín sem ávallt fylgir þessu eðalfólki og á boðstólunum var þessi himneska ostakúla ásamt öðru góðgæti sem allir slefuðu yfir. Við óskuðum að eftir uppskrift í kjölfarið, að sjálfsögðu var hún veitt og mér gefið leyfi til að deila hennar til allra Sælkera!

Njótum vel :)

1 íslenskur rjómaostur (í bláa boxinu)
1 lítill rauðlaukur
1 rauð paprika
1 poki hunangsristaðar hnetur

Rjómaostur tekinn úr ísskáp og hafður við stofuhita.
Rauðlaukur og paprika söxuð smátt.
Þessu blandað saman í skál.
Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska.
Saxið hnetur og veltið svo kúlu uppúr.

Mjööög einfalt og MJÖÖÖÖG gott.

Uppskrift frá Sessý Magnúsdóttir

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Steikarloka!
Steikarloka!

July 12, 2025

Steikarloka!
Þegar maður á afganga af nautakjöti þá nýti ég þá upp til agna, svona eins og hægt er og hérna skellti ég í eina sjúklega góða steikarloku!

Halda áfram að lesa

Enchilada með risarækjum!
Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

Halda áfram að lesa

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa