Omeletta með pepperoni

July 15, 2020

Omeletta með pepperoni

Omeletta með pepperoni
Þær þurfa ekki að vera neitt flóknar omeletturnar og það er alveg í lagi að nota bara það sem til er í ísskápnum að hverju sinni nú eða afganga.

2-3 egg
Pepperoni
Sveppi
Smá tómat
Mozarellaost

Hrærið eggin vel saman og setjið á pönnu. Ég nota stundum olíu á pönnuna og stundum smá smjörlíki en það er líka alveg hægt að nota kókosolíu.
Raðið pepperonisneiðunum yfir, sveppunum, tómatnum og hafið vægan hita undir svo að ekki brenni og stráið svo ostinum yfir, ég kryddaði með salti og pipar úr kvörn. 

Mér finnst svo líka mjög gott að loka henni í hálfmána en það gengur misvel að halda flottu útliti en bragðast alveg eins.

Njótið & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa