Omeletta með pepperoni

July 15, 2020

Omeletta með pepperoni

Omeletta með pepperoni
Þær þurfa ekki að vera neitt flóknar omeletturnar og það er alveg í lagi að nota bara það sem til er í ísskápnum að hverju sinni nú eða afganga.

2-3 egg
Pepperoni
Sveppi
Smá tómat
Mozarellaost

Hrærið eggin vel saman og setjið á pönnu. Ég nota stundum olíu á pönnuna og stundum smá smjörlíki en það er líka alveg hægt að nota kókosolíu.
Raðið pepperonisneiðunum yfir, sveppunum, tómatnum og hafið vægan hita undir svo að ekki brenni og stráið svo ostinum yfir, ég kryddaði með salti og pipar úr kvörn. 

Mér finnst svo líka mjög gott að loka henni í hálfmána en það gengur misvel að halda flottu útliti en bragðast alveg eins.

Njótið & deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Smáréttir

Tortillur með risarækjum!
Tortillur með risarækjum!

May 15, 2024

Tortillur með risarækjum
Æðislegur réttur, hvort heldur sem forréttur, smáréttur, aðalréttur eða partur af veisluborðinu. Ég var með hann að þessu sinni sem aðalrétt og naut vel.

Halda áfram að lesa

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa