Laxa tartar á brunch borðið

March 09, 2020

Laxa tartar á brunch borðið

Laxa tartar á brunch borðið – fyrir ca 4
Svona rétt fékk ég úti í Barcelona árið 2015 á alveg frábærum Tapas stað, myndin er reyndar tekin einmitt af því sem ég borðaði en ég hef ekki prufað að útbúa hann sjálf þennan en uppskriftin kemur frá henni Guðbjörgu Jóhanns.

Lax - ferskur 400 gr
Vorlaukur 3 – 4 stönglar eftir smekk
Sítrónusafi úr einum ávexti
Ólífuolía ein til tvær matskeiðar
Fetaostur með sólþurkuðum tómötum
Caper's eftir smekk 

Hægt að breyta og bæta eftir smekk – líka gott að hafa helming reyktan lax og helming ferskann.
Best að útbúa 30 til 60 mín áður en á að bera fram – allavega bíða með að setja sítrónusafann í þar til 30 til 60 mín fyrir matinn.

Uppskrift frá Guðbjörgu Jóhannsd. 

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa