March 09, 2020
Laxa tartar á brunch borðið – fyrir ca 4
Svona rétt fékk ég úti í Barcelona árið 2015 á alveg frábærum Tapas stað, myndin er reyndar tekin einmitt af því sem ég borðaði en ég hef ekki prufað að útbúa hann sjálf þennan en uppskriftin kemur frá henni Guðbjörgu Jóhanns.
Lax - ferskur 400 gr
Vorlaukur 3 – 4 stönglar eftir smekk
Sítrónusafi úr einum ávexti
Ólífuolía ein til tvær matskeiðar
Fetaostur með sólþurkuðum tómötum
Caper's eftir smekk
Hægt að breyta og bæta eftir smekk – líka gott að hafa helming reyktan lax og helming ferskann.
Best að útbúa 30 til 60 mín áður en á að bera fram – allavega bíða með að setja sítrónusafann í þar til 30 til 60 mín fyrir matinn.
Uppskrift frá Guðbjörgu Jóhannsd.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 30, 2025
Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.
August 01, 2025
Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu.
July 21, 2025
Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.