Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Sætt hunangið setur punktinn yfir i-ið þegar ljúffengar brie-ostur er annars vega og hnetan smellpassar með!

½ - 1 snittubrauð
1 - 2 Dalabrie
Pekanhnetur
Fljótandi hunang

Hitið ofninn í 220°c.
Skerið snittubrauðið í sneiðar og raðið þeim í ofnskúffu.
Ristið þær í ofninum í nokkrar mínútur og fylgist með svo þær brenni ekki.
Takið brauðsneiðarnar úr ofninum – þær mega gjarnan kólna.
Leggið ostasneið ofan á hverja brauðsneið og setjið pekanhnetu ofan á.

Raðið brauðsneiðunum í ofnskúffu eða eldfast mót, dreypið örlítið hunangi yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna. 

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Enchilada með risarækjum!
Enchilada með risarækjum!

June 28, 2025

Enchilada með risarækjum!
Ég elska svona Enchilada og hef útbúið þær nokkrar útfærslurnar, þar á meðal með kjúkling og nautahakki en núna er komið að risarækjunum. Pakkana hef ég keypt annarsvegar í Hagkaup, Krónunni og í Costco þegar það hefur fengist.

Halda áfram að lesa

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa