Heitar brieostasnittur

July 19, 2023

Heitar brieostasnittur

Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!

Sætt hunangið setur punktinn yfir i-ið þegar ljúffengar brie-ostur er annars vega og hnetan smellpassar með!

½ - 1 snittubrauð
1 - 2 Dalabrie
Pekanhnetur
Fljótandi hunang

Hitið ofninn í 220°c.
Skerið snittubrauðið í sneiðar og raðið þeim í ofnskúffu.
Ristið þær í ofninum í nokkrar mínútur og fylgist með svo þær brenni ekki.
Takið brauðsneiðarnar úr ofninum – þær mega gjarnan kólna.
Leggið ostasneið ofan á hverja brauðsneið og setjið pekanhnetu ofan á.

Raðið brauðsneiðunum í ofnskúffu eða eldfast mót, dreypið örlítið hunangi yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna. 

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Grilluð pepperoníloka
Grilluð pepperoníloka

October 29, 2024

Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.

Halda áfram að lesa

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa