July 19, 2023
Heitar brieostasnittur
Æðislega góðar á veisluborðið eða bara á notalegu kvöldi heima að njóta þess að vera, hér og nú!
Sætt hunangið setur punktinn yfir i-ið þegar ljúffengar brie-ostur er annars vega og hnetan smellpassar með!
½ - 1 snittubrauð
1 - 2 Dalabrie
Pekanhnetur
Fljótandi hunang
Hitið ofninn í 220°c.
Skerið snittubrauðið í sneiðar og raðið þeim í ofnskúffu.
Ristið þær í ofninum í nokkrar mínútur og fylgist með svo þær brenni ekki.
Takið brauðsneiðarnar úr ofninum – þær mega gjarnan kólna.
Leggið ostasneið ofan á hverja brauðsneið og setjið pekanhnetu ofan á.
Raðið brauðsneiðunum í ofnskúffu eða eldfast mót, dreypið örlítið hunangi yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna.
Deilið með gleði
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 11, 2025
February 24, 2025
Hrogn á rúgbrauði!
Þegar ég er með hrogn í matinn, sem er farið að vera núna árlega hjá mér þá er oftar en ekki afgangur og þá er nú gaman að gera eitthvað skemmtilegt úr restinni. Ég hef gert þetta áður og sett á snittubrauð, sjá hérna.
October 29, 2024