Heit lifrakæfa!

March 08, 2020

Heit lifrakæfa!

Heit lifrakæfa!
Fyrir mörgum árum þá bauð æskuvinkona min mér léttan bröns að hætti Dana og var það í fyrsta sinn sem ég kynntist þessum frábæra rétti og svo bauð hún mér aftur í þessa snilld fyrir 3.árum síðan og það var fyrst fyrir jólin í fyrra 2015 sem ég eldaði mér þetta sjálf og hér með mun ég elda þetta allavega einu sinni á ári, í það minnsta!

Hráefni:
1 box af Danskri lifrakæfu, kemur í álformi.
1 box af sveppum
1-2 bréf af beikoni
Brauð
Rjóma

Það er líka hægt að baka upp gómsæta Sveppasósu frá TORO 



Setjið kæfuna inn í ofn og hitið þar til það fer að krauma í forminu.

Skerið niður sveppina og smjörsteikið, bætið 1 pela að rjóma útí (miðið út frá fjölda) kryddið eftir smekk.

Steikið beikonið á pönnu eða setjið í Air fryer, hægt er að skera það í bita og steikja eða hafa það heilt.

Ristið brauð, smyrjið það með kæfunni, bætið beikoni ofan á og að lokum sveppunum í rjómasósunni og njótið.


Líka er hægt að kaupa kæfuna tilbúna með beikoni og bera hana fram með rifsberjasultu.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa