Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Notið afganginn af sósunni með kartöflunum. Skerið karftöflurnar í smá bita ofan í sósunni og bætið svo baununum saman við, ég bætti bæði við afganginum af hituðu baununum og einni dós í viðbót. Skerið kjötið niður smátt og bætið við líka og til að þynna sósuna rétt aðeins bætið saman við mjólk og svo er gott að setja smá pipar úr kvörn saman við. 

Raðið tartalettunum á ofnplötu, gott að setja undir smjörpappír.

 

Fyllið tartaletturnar jafnt og bætið svo rifnum osti ofan á og setjið inn í ofn á u 180 gráður þar til osturinn er bráðinn. 

Njótið vel og deilið að vild.

Uppskrift og jósmyndir Ingunn Mjöll

Einnig í Smáréttir

Freising sælkerans
Freising sælkerans

January 20, 2023

Freising sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan en það var ansi skemmtilegur uppskriftarklúbbur sem Vaka-Helgafell var með á þeim árum og 

Halda áfram að lesa

Vefju pizza og Taco skelja partý
Vefju pizza og Taco skelja partý

December 11, 2022

Vefju pizza og Taco skelja partý 
Fyrir stuttu síðan þá var ég með syni, tengdadætur og barnabarn í mat og ákvað að hafa vefjupizzur og taco skeljar í matinn með nautahakki og meðlæti allsskonar.

Halda áfram að lesa

Smurrebrod
Smurrebrod

October 31, 2022

Smurt brauð
Ég elska smurt brauð, það gerir hann pabbi minn líka enda hann sem kom mér uppá það. Það var mjög vinsælt að panta smurt brauð á Smurbrauðsstofunni 

Halda áfram að lesa