Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Notið afganginn af sósunni með kartöflunum. Skerið karftöflurnar í smá bita ofan í sósunni og bætið svo baununum saman við, ég bætti bæði við afganginum af hituðu baununum og einni dós í viðbót. Skerið kjötið niður smátt og bætið við líka og til að þynna sósuna rétt aðeins bætið saman við mjólk og svo er gott að setja smá pipar úr kvörn saman við. 

Raðið tartalettunum á ofnplötu, gott að setja undir smjörpappír.

 

Fyllið tartaletturnar jafnt og bætið svo rifnum osti ofan á og setjið inn í ofn á u 180 gráður þar til osturinn er bráðinn. 

Njótið vel og deilið að vild.

Uppskrift og jósmyndir Ingunn Mjöll

 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eggjakaka með spínati!
Eggjakaka með spínati!

March 20, 2025

Eggjakaka með spínati!
Og pepperoní, kokteiltómötum, osti, krydduð í lokin með salt og pipar frá t.d. Mabrúka sem er dásamlega fersk blanda.

Halda áfram að lesa

Avókadóbrauð!
Avókadóbrauð!

March 18, 2025

Avókadóbrauð!
Fullkomið avókadóbrauð með steiktu eggi og kirsuberjatómötum er frábært að fá sér í hádeginu og einstaklega gott, 1-2 á mann.

Halda áfram að lesa

Smjördeigssamloka!
Smjördeigssamloka!

March 11, 2025

Smjördeigssamloka!
Það er svo gaman að breyta út af vananum og hérna ákvað ég að í staðinn fyrir að vera með brauð að vera með smjördeig með skinku, osti, sætu sinnepi og ananas og hita inni í ofni, ég mæli með!

Halda áfram að lesa