Hangikjöts tartalettur

January 23, 2023

Hangikjöts tartalettur

Hangikjöts tartalettur 
Hérna kemur mín útgáfa að tartalettum með afganginum af hangikjötinu, baununum, sósunni og kartöflunum.

Notið afganginn af sósunni með kartöflunum. Skerið karftöflurnar í smá bita ofan í sósunni og bætið svo baununum saman við, ég bætti bæði við afganginum af hituðu baununum og einni dós í viðbót. Skerið kjötið niður smátt og bætið við líka og til að þynna sósuna rétt aðeins bætið saman við mjólk og svo er gott að setja smá pipar úr kvörn saman við. 

Raðið tartalettunum á ofnplötu, gott að setja undir smjörpappír.

 

Fyllið tartaletturnar jafnt og bætið svo rifnum osti ofan á og setjið inn í ofn á u 180 gráður þar til osturinn er bráðinn. 

Njótið vel og deilið að vild.

Uppskrift og jósmyndir Ingunn Mjöll

 

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Smáréttir

Fyllt kryddbrauð með bollum
Fyllt kryddbrauð með bollum

November 28, 2023

Fyllt kryddbrauð með kjötbollum
Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað

Halda áfram að lesa

Tartalettur með tígrisrækjum
Tartalettur með tígrisrækjum

July 21, 2023

Tartalettur með tígrisrækjum
Var með smá tartalettuboð þar sem ekki allir borða kjöt og bjó þá þessa uppskrift til og hún sló í gegn.

Halda áfram að lesa

Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur

July 19, 2023

Beikonvafðar döðlur
Þessar eru afar vinsælar í veislum og líka svo rosalega góðar. Svo ég mæli með slatta ef þetta er stór veisla en annars bara nokkrum á mann í smá partýið heima.

Halda áfram að lesa