Fyllt kryddbrauð með bollum

November 28, 2023

Fyllt kryddbrauð með bollum

Fyllt kryddbrauð með kjötbollum
Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað sem bæði fullorðnir og börn elska. En að sjálfsögðu er ég búin að nýta fjölskylduna mína til að taka þennan rétt út og hann fékk góð meðmæli.

Ég notaði í réttinn að þessu sinni tilbúnar sænskar kjötbollur sem ég átti í frystinum en það er líka vel hægt að gera sínar eigin, sjá t.d. hér en þarna má finna 4 mismunandi uppskriftir, ykkar er valið.
Nú eða bara skella þessum sænsku í.

2 kryddbrauð frosin eða hvítlauksbrauð
14-16 bollur, fara eftir stærð
Pasta sósu, sjá mynd neðar
Mosarella ost

Skerið í miðjuna á brauðinu og opnið, sjá næstu mynd

Raðið bollunum í miðjuna

Þetta er pasta sósan sem ég notaði, keypti hana í Bónus

Fyllið með pastasósunni

Bætið rifna ostinum ofan á í restina og setjið inn í ofn á 180°c í um 20 mínútur.

Þar til osturinn hefur bráðnað ofan á

Verði ykkur að góðu!

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni










Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Eðla! (Ostagums)
Eðla! (Ostagums)

August 30, 2025

Eðla! (Ostagums)
Einn af þessum vinsælu réttum sem margir elska að gæða sér á yfir sjónvarpinu og í veislum. Sósan getur verið ansi mismunandi og ég persónulega elska að prufa nýjar með, þá bæði sterkar, mildar, fjölbreyttar tegundir sem eru í boði en rjómaosturinn er þó ávallt grunnurinn og rifni osturinn yfir.

Halda áfram að lesa

Beikonloka!
Beikonloka!

August 01, 2025

Beikonloka!
Heimagerðar langlokur eru alltaf svo góðar og við getum svo leikið okkur að innihaldinu og hérna er ég með beikon, egg, maiz, salat og pítusósu. 

Halda áfram að lesa

Sveppa Risotto!
Sveppa Risotto!

July 21, 2025

Sveppa Risotto!
Ég keypti þetta Risotto í Costco því mér fannst það spennandi til að prufa og bera fram með Argentísku tempura-risarækjunum. Virkilega gott hvorutveggja.

Halda áfram að lesa