Fyllt kryddbrauð með bollum

November 28, 2023

Fyllt kryddbrauð með bollum

Fyllt kryddbrauð með kjötbollum
Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað sem bæði fullorðnir og börn elska. En að sjálfsögðu er ég búin að nýta fjölskylduna mína til að taka þennan rétt út og hann fékk góð meðmæli.

Ég notaði í réttinn að þessu sinni tilbúnar sænskar kjötbollur sem ég átti í frystinum en það er líka vel hægt að gera sínar eigin, sjá t.d. hér en þarna má finna 4 mismunandi uppskriftir, ykkar er valið.
Nú eða bara skella þessum sænsku í.

2 kryddbrauð frosin eða hvítlauksbrauð
14-16 bollur, fara eftir stærð
Pasta sósu, sjá mynd neðar
Mosarella ost

Skerið í miðjuna á brauðinu og opnið, sjá næstu mynd

Raðið bollunum í miðjuna

Þetta er pasta sósan sem ég notaði, keypti hana í Bónus

Fyllið með pastasósunni

Bætið rifna ostinum ofan á í restina og setjið inn í ofn á 180°c í um 20 mínútur.

Þar til osturinn hefur bráðnað ofan á

Verði ykkur að góðu!

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni










Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Grilluð pepperoníloka
Grilluð pepperoníloka

October 29, 2024

Grilluð pepperoníloka
Stundum langar manni bara í eitthvað fljótlegt en gott og hérna setti ég saman ljúffenga samloku og setti í grillið.

Halda áfram að lesa

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa