Fyllt kryddbrauð með bollum

November 28, 2023

Fyllt kryddbrauð með bollum

Fyllt kryddbrauð með kjötbollum
Þessa uppskrift sá ég á erlendri síðu og útfærði á minn hátt en mér fannst hún verulega áhugaverð, skemmtileg tilbreyting og snilld á veisluborðið og eitthvað sem bæði fullorðnir og börn elska. En að sjálfsögðu er ég búin að nýta fjölskylduna mína til að taka þennan rétt út og hann fékk góð meðmæli.

Ég notaði í réttinn að þessu sinni tilbúnar sænskar kjötbollur sem ég átti í frystinum en það er líka vel hægt að gera sínar eigin, sjá t.d. hér en þarna má finna 4 mismunandi uppskriftir, ykkar er valið.
Nú eða bara skella þessum sænsku í.

2 kryddbrauð frosin eða hvítlauksbrauð
14-16 bollur, fara eftir stærð
Pasta sósu, sjá mynd neðar
Mosarella ost

Skerið í miðjuna á brauðinu og opnið, sjá næstu mynd

Raðið bollunum í miðjuna

Þetta er pasta sósan sem ég notaði, keypti hana í Bónus

Fyllið með pastasósunni

Bætið rifna ostinum ofan á í restina og setjið inn í ofn á 180°c í um 20 mínútur.

Þar til osturinn hefur bráðnað ofan á

Verði ykkur að góðu!

Njótið og deilið að vild

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinniEinnig í Smáréttir

Heimagerð kotasæla
Heimagerð kotasæla

February 24, 2024

Heimagerð kotasæla
Sólveiga kom til mín og sýndi mér og kenndi hvernig gera á heimagerða kotasælu. Virkilega gaman og töluvert einfaldara að gera en að ég hélt. 

Halda áfram að lesa

Tartalettur deluxe Heinz
Tartalettur deluxe Heinz

January 23, 2024

Tartalettur deluxe Heinz 
Einfaldur og góður þessi réttur til að nýta afgangana, hvort heldur sem er hangikjöts, hamborgarhrygg, lamb ofl.

Halda áfram að lesa

Partý/veislu/sælkera bakkar
Partý/veislu/sælkera bakkar

December 30, 2023

Partý/veislu/sælkera bakkar
Hérna má sjá smá sýnishorn af allavega partý/veislu/sælkera bökkum og hvernig hægt er að bera fram og setja saman allt það sem hugurinn óskar.

Halda áfram að lesa