Freising sælkerans

January 20, 2023

Freising sælkerans

Freising sælkerans með osta og paprikublæ
Er uppskrift sem var afar vinsæl fyrir um ca.25-26. árum síðan og passar vel við nafnið á klúbbnum mínum í dag.

En það var ansi skemmtilegur uppskriftarklúbbur sem Vaka-Helgafell var með á þeim árum og fékk maður sendar nokkrar uppskriftir á mánuði og fréttarit og svo möppu til að geyma í öðru hverju en þetta á ég til ennþá en uppskriftina var ég oft með í saumaklúbbum á árum áður en hef ekki gert hana lengi svo nú skellti ég í eina "freistingu" og myndaði hana í leiðinni. Mannst þú eftir þessu klúbb ? 

6 franskbrauðsneiðar
1 camambert-ostur
2 ½ dl rjómi
6 skinkusneiðar
1 litil græn paprika og 1 rauð
Stillið bakarofninn á 175-200°c

Bræðið ostinn í rjómanum varlega

Skerið skorpuna af brauðinu og raðið þeim í eldfast mót.
Brytjið ostinn og bræðið.
Hellið rjomanum saman við í smáskömmtum.
Brytjið skinku og papriku frekar smátt.
Hellið ostablöndunni yfir brauðið og stráið skinku og paprikubitum yfir.
Bakið í heitum ofni þar til rétturinn er rétt farinn að taka lit eða í ca 15 mín á 180 gráðum.

Mér fannst gott að brytja brauðið niður í smá teninga

Skinka og paprika brytjað niður og sett yfir brauðið og blönduna af rjómanum og ostinum, ég myndi persónulega hafa meira af rjómanum heldur en gefið er upp til að rétturinn verði aðeins blautari.

Berið fram með rifsberjahlaupi. 

 

Deilið með gleði

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Smáréttir

Súrdeigssamloka með hráskinku
Súrdeigssamloka með hráskinku

July 25, 2024

Súrdeigssamloka með hráskinku!
Hugmynd af ljúffengri samloku og að nýta það sem til er, nú eða kaupa sérstaklega í þessa ef ykkur líst vel á hana. Ég útbjó tvær, borðaði eins strax og skellti svo hinni í Air fryerinn í hádeginu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Bátasteikarloka!
Bátasteikarloka!

June 12, 2024

Bátasteikarloka!
Ef maður á afganga þá er snilld að skella þeim inn í Bátaloku brauð. Hérna er ég t.d. með afgang af Ærlundum, kartöflum, sósu og meðlæti úr varð þessi líka dásemdar veisla.

Halda áfram að lesa

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Lárpera (Avacado) í allsskonar

June 03, 2024

Lárpera (Avacado) í allsskonar
Ég las einu sinni að lárperan væri einn af eftirsóttustu ávötunum í heiminum, mikil ofurfæða, fullt af góðum vítamínum, fitu og kalíum. Hún er sérstaklega mikið notuð í mexíkóskan mat og þá sérstaklega í guacamole eins og margir kannast við. 

Halda áfram að lesa